Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.06 bls. 1
  • Líkjum eftir Jehóva, hinum ‚sæla Guði‘

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Líkjum eftir Jehóva, hinum ‚sæla Guði‘
  • Ríkisþjónusta okkar – 2006
  • Svipað efni
  • Flytjið gleðitíðindi
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
  • Við boðum fagnaðarerindi
    Ríkisþjónusta okkar – 2000
  • Jehóva elskar glaða gjafara
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1992
  • Fagnaðarerindið sem allir þurfa að heyra
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2011
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2006
km 7.06 bls. 1

Líkjum eftir Jehóva, hinum ‚sæla Guði‘

1 Jehóva vill svo sannarlega að fólk sé ánægt. Orð hans fyllir okkur eftirvæntingu eftir þeirri stórkostlegu blessun sem hann hefur fyrirbúið mannkyninu. (Jes. 65:21-25) Fólki ætti að vera ljóst að okkur finnst ánægjulegt að segja því frá „fagnaðarerindinu um dýrð hins sæla Guðs“. (1. Tím. 1:11, Biblían 1912) Kærleikur okkar til sannleikans og einlægur áhugi fyrir fólkinu sem við tölum við ætti að birtast í því hvernig við segjum frá fagnaðarerindinu. — Rómv. 1:14-16.

2 Vitanlega getur stundum verið erfitt að vera glaður. Sums staðar finnum við fáa sem taka við fagnaðarboðskapnum. Af og til getum við þurft að kljást við erfiðleika í eigin lífi. Til að halda gleði okkar er gott að velta fyrir sér hvað það er mikilvægt að fólkið á svæði okkar heyri og skilji fagnaðarerindið sem við boðum. (Rómv. 10:13, 14, 17) Ef við höfum það í huga er auðveldara fyrir okkur að halda áfram að segja glaðlega frá þeirri hjálpræðisleið sem Jehóva býður mönnum í miskunn sinni.

3 Beinum athyglinni að því jákvæða: Við þurfum einnig að gefa gaum að því sem við segjum. Þótt við hefjum samræður á því að nefna vandamál eða eitthvað úr fréttum, sem er fólki ofarlega í huga, skulum við ekki vera of langorð um neikvæð mál. Okkar starfsumboð er að flytja „gleðitíðindin“ og boða „hjálpræðið“. (Jes. 52:7; Rómv. 10:15) Þessi gleðitíðindi eru byggð á fyrirheiti Guðs um bjartari framtíð. (2. Pét. 3:13) Með það í huga skulum við nota Ritninguna til að „græða þá, sem hafa sundurmarið hjarta“. (Jes. 61:1, 2) Það hjálpar okkur, hverju og einu, að vera jákvæð og glöð í bragði.

4 Fólk tekur örugglega eftir glaðlegu yfirbragði okkar í boðunarstarfinu. Við skulum því alltaf endurspegla eðlisfar Jehóva, hins „sæla Guðs“, þegar við boðum fólki á svæðum okkar fagnaðarerindið.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila