Hvernig á ég að líta á blóðþætti og læknismeðferð þar sem mitt eigið blóð er notað?
Í Biblíunni er kristnum mönnum sagt að,halda sér frá blóði‘. (Post. 15:20) Þar af leiðandi þiggja vottar Jehóva hvorki heilblóð né blóðhlutana fjóra, það er að segja rauðkorn, hvítkorn, blóðflögur eða blóðvökva. Þeir láta ekki heldur draga sér blóð, geyma það og gefa sér það aftur síðar. — 3. Mós. 17:13, 14; Post. 15:28, 29.
Hvað eru blóðþættir og hvers vegna þarf hver kristinn maður að ákveða sjálfur hvort hann þiggur þá?
Blóðþættir eru smáir efnisþættir sem eru unnir úr blóði. Til dæmis er hægt að skipta blóðvökvanum, sem er einn af blóðhlutunum fjórum, niður í eftirfarandi efni: vatn, um 91 prósent; prótín svo sem albúmín, glóbúlín og fíbrínógen, um 7 prósent; og önnur efni svo sem næringarefni, hormón, gös, vítamín, úrgangsefni og rafkleyf efni, um 1,5 prósent.
Nær ákvæðið um að halda sér frá blóði einnig yfir blóðþætti? Við getum ekki svarað því af eða á. Biblían gefur ekki bein fyrirmæli sem ná yfir þessa efnisþætti blóðs.a Margir blóðþættir eru unnir úr blóði sem fólk hefur gefið til að nota við lækningar. Hver einstakur kristinn maður þarf að ákveða sjálfur í sátt við samvisku sína hvort hann þiggur eitthvert þessara efna í lækningaskyni eða ekki.
Þegar þú ákveður með sjálfum þér hvort þú þiggur blóðþætti eða ekki ættirðu að íhuga eftirfarandi: Ef þú þiggur alls enga blóðþætti, er þér þá ljóst að þar með útilokar þú ýmis lyf, meðal annars lyf gegn sumum veirusýkingum og sjúkdómum og sum lyf sem flýta fyrir því að blóð storkni og blæðingar stöðvist? Get ég útskýrt fyrir lækni af hverju ég hafna blóðþáttum eða þigg vissa blóðþætti?
Af hverju er það persónuleg ákvörðun hvort ég þigg læknismeðferð þar sem mitt eigið blóð er notað?
Þó að vottar Jehóva gefi ekki blóð né láti geyma blóð úr sér til að nota síðar eru til ýmsar lækningaraðferðir og rannsóknir sem stangast ekki beinlínis á við meginreglur Biblíunnar þó að þær feli í sér einhverja meðferð á blóði sjúklings. Hver og einn þarf því að ákveða í sátt við samvisku sína hvort hann þiggur einhverjar lækningaraðferðir sem fela í sér ákveðna meðferð á blóði hans sjálfs eða hvort hann hafnar þeim.
Þegar þú tekur ákvörðun um slíkt skaltu spyrja þig eftirfarandi spurninga: Ef einhverju af blóði mínu er veitt út úr líkamanum og blóðflæðið er jafnvel stöðvað um tíma, leyfir þá samviskan mér að líta svo á að blóðið sé enn þá hluti af mér þannig að það þurfi ekki að,hella því á jörðina‘? (5. Mós. 12:23, 24) Myndi það angra biblíufrædda samvisku mína ef mér væri, í tengslum við rannsókn eða meðferð, dregið blóð sem væri síðan breytt á einhvern hátt og veitt aftur inn í líkamann? Er mér ljóst að ef ég hafna öllum lækningaraðferðum sem fela í sér meðferð á mínu eigin blóði er ég þar með að hafna blóðskilun (í gervinýra) og notkun hjarta- og lungnavélar? Hef ég hugleitt þetta og leitað leiðsagnar Jehóva í bæn varðandi ákvörðun mína?b
Hvað á ég að þiggja og hvað ekki?
Á næstu tveim blaðsíðum er að finna tvö vinnublöð. Á vinnublaði 1 eru tilgreindir nokkrir blóðþættir og lýst er hvernig algengt er að nota þá við lækningar. Merktu við hvaða blóðþætti þú þiggur og hverja ekki. Á vinnublaði 2 er lýst nokkrum algengum lækningaraðferðum þar sem blóð sjúklings er notað. Merktu við hverjar þeirra þú samþykkir og hverjar ekki. Þessi vinnublöð gilda ekki sem lögformleg yfirlýsing en þú getur notað þau til að útfylla yfirlýsingu og umboð vegna læknismeðferðar.
Þú ættir að taka þínar eigin ákvarðanir um þessi mál en ekki byggja þær á því hvað samviska einhvers annars segir. Og enginn vottur ætti að gagnrýna annan fyrir ákvarðanir hans. Á þessu sviði þarf „sérhver . . . að bera sína byrði“. — Gal. 6:4, 5.
cdefghijAthugið: Það getur verið breytilegt eftir læknum hvernig neðangreindar aðferðir eru útfærðar. Biddu lækninn að útskýra nákvæmlega hvað sé fólgið í þeirri aðferð sem hann hyggst beita, þannig að þú getir gengið úr skugga um að hún samræmist meginreglum Biblíunnar og því sem þú hefur ákveðið í sátt við samvisku þína.