Hvað geturðu sagt um blöðin?
Varðturninn 1. ágúst
„Það fylgir því oftast mikil sorg að missa ástvini. Heldurðu að þeir lifi áfram á öðru tilverusviði? [Gefðu kost á svari.] Jesús gaf þetta uppörvandi loforð. [Lestu Jóhannes 5:28, 29.] Hérna segir Jesús að sú stund komi að fólk muni fá upprisu. En í þessu blaði er bent á hvað Biblían segir um hvert sé ástand hinna dánu núna.“
Vaknið! júlí-september
„Menn geta valið eftir hvaða mælikvarða þeir lifa ólíkt dýrunum sem stjórnast af eðlishvöt. Hvar heldurðu að við getum fundið áreiðanlega leiðsögn? [Gefðu kost á svari. Lestu síðan Sálm 119:105.] Í þessu blaði er rætt um yfirburði þeirra leiðbeininga sem er að finna í Biblíunni.“
Vaknið! júlí-september
„Margir reyna að lifa siðsömu lífi og telja mikilvægt að vera heiðarlegir. Er það líka þín skoðun? [Gefðu kost á svari.] Það getur verið hættulegt þegar það sem við teljum vera rétt samræmist ekki siðferðiskröfum Guðs. Sjáðu hvað segir í Biblíunni. [Lestu Orðskviðina 14:12.] Í þessari grein er fjallað um hvað felst í því að vera góð manneskja í augum Guðs.“ Sýndu greinina sem hefst á bls. 14.