Ný svæðismótsdagskrá
Jehóva verðskuldar að fá heiður og dýrð. Hvernig vegsömum við Jehóva? Hvað hindrar suma í því að vegsama Jehóva? Hvaða blessanir fá þeir sem vegsama Guð núna? Dagskrá svæðismótsins á þjónustuárinu 2008 mun svara þessum spurningum. Stef mótsins er: „Gerið allt Guði til dýrðar.“ (1. Kor. 10:31) Skoðum þá andlegu veislu sem við eigum í vændum á þessum tveim mótsdögum.
Umdæmishirðirinn mun fjalla um efnið „Af hverju eigum við að gefa Guði dýrðina?“ og „Verum til fyrirmyndar í því að fylgja kröfum Guðs“. Hann mun flytja opinberan fyrirlestur sem ber stefið „Hverjir vegsama Guð?“ og lokaræðuna „Vegsömum Guð í sameiningu um heim allan“. Hann mun einnig hafa umsjón með Boðunarskólanum. Farandhirðirinn mun fjalla um efnið „Höfum yndi af því að endurspegla dýrð Guðs“, „Hugað að þörfum farandsvæðisins“ og „Verum staðföst í sannleikanum“ en sú ræða er byggð á 2. Pétursbréfi 1:12. Auk þess munum við læra hvernig „Brautryðjendur vegsama Guð“. „Verum Guði til dýrðar á öllum sviðum lífsins“ er fyrri ræðusyrpa mótsins þar sem farið verður djúpt ofan í merkingu hinna innblásnu orða í 1. Korintubréfi 10:31. Í seinni ræðusyrpunni, „Veitum heilaga þjónustu til að lofa Jehóva“, verður fjallað um hina ýmsu þætti tilbeiðslu okkar. Farið verður yfir námsefni Varðturnsins og rætt um dagstextann á sunnudaginn. Auk þess verður hægt að láta skírast.
Meirihluti mannkyns neitar að viðurkenna tilvist Guðs. Margir eru einfaldlega of uppteknir af fyrirætlunum manna til að hugleiða mikilfengleik Jehóva. (Jóh. 5:44) En við erum sannfærð um að það sé þess virði að gefa sér tíma til að hugleiða hvernig við getum gert „allt Guði til dýrðar“. Gerðu ráðstafanir til að vera viðstaddur og hafa fullt gagn af allri dagskránni.