Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 10.07 bls. 1
  • Veitum fátækum von

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Veitum fátækum von
  • Ríkisþjónusta okkar – 2007
  • Svipað efni
  • Líktu eftir Jesú og sýndu fátækum umhyggju
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
Ríkisþjónusta okkar – 2007
km 10.07 bls. 1

Veitum fátækum von

1 Jesús veitti hinum fátæku sérstaka athygli. Stundum veitti hann efnislega aðstoð fyrir kraftaverk og læknaði sjúka en hann einbeitti sér að því að flytja fátækum „fagnaðarerindi“. (Matt. 11:5) Boðunarstarf okkar kemur sömuleiðis hinum fátæku til góða auk annarra. — Matt. 24:14; 28:19, 20.

2 Raunveruleg von: Prestar kristna heimsins lofa oft hinum fátæku að Guð muni blessa þá fjárhagslega ef þeir gefa kirkjunni örlátlega. Biblían kennir hins vegar að það sé aðeins Guðsríki sem muni binda enda á fátækt og leysa öll vandamál mannkyns. (Sálm. 9:19; 145:16; Jes. 65:21-23) Með því að sýna fólki hvað Biblían kennir veitum við því von og hjálpum því að sinna andlegri þörf sinni. — Matt. 5:3, NW.

3 Farísearnir á dögum Jesú litu niður á hina fátæku og kölluðu þá í fyrirlitningartón ‘am-ha’aʹrets eða „fólk landsins“. En í augum Jesú var „blóð þeirra“ eða líf „dýrmætt“. (Sálm. 72:13, 14) Við getum líkt eftir Jesú og ‚miskunnað‘ okkur yfir fátækum með því að vera vingjarnleg og sýna því einlægan áhuga. (Orðskv. 14:31) Við ættum aldrei að tala niðrandi um fólk sem býr í fátækrahverfum eða færast undan því að bera þeim boðskapinn. Margir sem taka við boðskapnum um Guðsríki hafa lítið handa á milli.

4 Hjálp nú þegar: Með því að kenna fátækum á svæðinu meginreglur Biblíunnar fá þeir hjálp til að draga úr áhrifum fátæktarinnar nú þegar. Biblían fordæmir til dæmis ofdrykkju, fjárhættuspil, leti, notkun tóbaks og annað sem stuðlar að fátækt. (Orðskv. 6:10, 11; 23:21; 2. Kor. 7:1; Ef. 5:5) Í Biblíunni erum við hvött til að vera heiðarleg og vinna „af heilum huga“ en það eru eiginleikar sem vinnuveitendur kunna að meta. (Kól. 3:22, 23; Hebr. 13:18) Í könnun kom i ljós að meirihluti atvinnurekenda fyndist heiðarleiki og ráðvendni vera eftirsóknaverðustu eiginleikarnir í fari þeirra sem sækja um vinnu.

5 Jehóva stendur ekki á sama um þjáningar fátækra. Bráðum mun Jesús Kristur bjarga „hinum snauða, er hrópar á hjálp“. (Sálm. 72:12) Þangað til getum við átt þátt í því að hugga aðra, þar á meðal hina fátæku, með vonarboðskapi Biblíunnar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila