Hvað er ríki Guðs?
Margir biðja um að ríki Guðs komi. En hefurðu velt fyrir þér hvað ríki Guðs er og hverju það mun koma til leiðar?
HUGLEIDDU ÞAÐ SEM BIBLÍAN SEGIR:
Hvað er ríki Guðs?
Það er stjórn á himnum með Jesú Krist sem konung. – Jesaja 9:5, 6; Matteus 5:3; Lúkas 1:31–33.
Hverju mun ríki Guðs koma til leiðar?
Það mun binda enda á allt illt og koma á varanlegum friði á jörðinni. – Daníel 2:44; Matteus 6:10.
Hvað þýðir það að einbeita sér fyrst og fremst að ríki Guðs?
Það þýðir að styðja ríki Guðs og treysta því að aðeins þetta ríki láti aðstæður á jörðinni verða eins og Guð vill að þær séu. – Matteus 6:33; 13:44.