Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.09 bls. 3
  • Lofum Jehóva dag hvern

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Lofum Jehóva dag hvern
  • Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Svipað efni
  • Frá landsmótinu berst skilmerkilegt kall! — Lofum Jehóva glöð frá degi til dags!
    Ríkisþjónusta okkar – 1995
  • Lofum Jehóva
    Lofsyngjum Jehóva
  • Lofum Jehóva
    Syngjum af gleði fyrir Jehóva
  • Unglingar, lofið Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2005
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2009
km 7.09 bls. 3

Lofum Jehóva dag hvern

1. Hvað vilja þjónar Guðs gera og af hverju?

1 Davíð konungur lét í ljós að hann væri ákveðinn í að ‚vegsama Jehóva hvern dag‘ um aldur og ævi. (Sálm. 145:2, 7, 21) Við höfum einnig ærna ástæðu til að lofa Jehóva á hverjum degi. — Sálm. 37:10; 145:14, 18; 2. Pét. 3:13.

2. Hvernig geta fjölskyldur lofað Jehóva á hverjum degi?

2 Á heimili þínu: Við eigum nóg af uppbyggilegu lesefni sem hægt er að nota þegar andleg málefni eru rædd, til dæmis þegar farið er yfir dagstextann, á námskvöldi fjölskyldunnar og við undirbúning fyrir samkomur. Margar fjölskyldur hafa það fyrir venju að borða saman að minnsta kosti einu sinni á dag. Þá er kjörið að gefa sér tíma til að ræða í rólegheitum um Jehóva og lofa hann. Óformlegar umræður af þessu tagi, sem foreldrar brydda upp á, geta verið mikilvægur þáttur í því að ala börnin upp með „aga og fræðslu um Drottin“. — Ef. 6:4; 5. Mós. 6:5-7.

3. Hvaða getum við gert þegar við erum með trúsystkinum okkar?

3 Með trúsystkinum okkar: Við fáum gott tækifæri til að lofa Jehóva ásamt trúsystkinum okkar þegar við erum í boðunarstarfinu eða á samkomum. (Orðskv. 15:30; Fil. 4:8; Hebr. 13:15) Þar sem við elskum öll Jehóva ætti að vera auðvelt fyrir okkur, þegar við ræðum saman, að tjá einlægt þakklæti okkar fyrir allt sem Jehóva hefur gert. — Sálm. 106:1.

4. Hvaða tækifæri getum við nýtt okkur til að lofa Jehóva?

4 Þegar við tölum við vantrúaða: Þó að aðstæður leyfi okkur ekki að taka þátt í boðunarstarfinu á hverjum degi getum við samt gefið réttsinnuðu fólki von með því að tala um Jehóva og tilgang hans. Við getum rætt stuttlega við vinnufélaga, skólafélaga eða annað fólk sem er í kringum okkur. (Sálm. 27:14; 1. Pét. 3:15) Ein systir fékk tækifæri til að vitna fyrir annarri konu þegar hún var á ferðalagi í flugvél. Konunni fannst hughreystandi og uppörvandi að tala við systurina og gaf henni heimilisfang sitt og símanúmer til þess að þær gætu verið í sambandi síðar. Á meðan vandamál og aðstæður í heiminum fara síversnandi halda þjónar Jehóva áfram að ‚flytja gleðitíðindi‘ þeim sem vilja hlusta. Þetta gefur öðrum von og fær þá til að lofa Jehóva. — Jes. 52:7; Rómv. 15:11.

5. Hvers vegna viljum við lofa Jehóva og hvað getur það haft í för með sér?

5 Það hlýtur að gleðja Jehóva að heyra hvernig þjónar hans lofa hann dag hvern. Sköpunarverkið allt í kring um okkur ber Jehóva stöðugt vitni. Við getum á sama hátt talað um hann á hverjum degi heima hjá okkur, í söfnuðinum og þegar við ræðum við þá sem eru ekki þjónar hans enn sem komið er. — Sálm. 19:2-5.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila