Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 1.10 bls. 3
  • Hefurðu frestað því?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hefurðu frestað því?
  • Ríkisþjónusta okkar – 2010
  • Svipað efni
  • Hefurðu frestað því?
    Ríkisþjónusta okkar – 2008
  • Ertu viðbúinn slysi eða bráðatilfelli?
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Veistu hvaða valkosti þú hefur?
    Ríkisþjónusta okkar – 2009
  • Veistu hvaða valkosti þú hefur?
    Ríkisþjónusta okkar – 2011
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2010
km 1.10 bls. 3

Hefurðu frestað því?

Frestað hverju? Því að útfylla yfirlýsinguna um læknismeðferð, sem skírðum vottum er látin í té. Þar sem við,vitum ekki hvernig líf okkar mun verða á morgun‘ er mikilvægt að ákveða fyrir fram hvers konar læknismeðferð við myndum þiggja í neyðartilfelli og ganga frá skriflegri yfirlýsingu um það. (Jak. 4:14; Post. 15:28, 29) Myndin Transfusion-Alternative Health Care — Meeting Patient Needs and Rights (Læknismeðferð án blóðgjafar — þarfir og réttindi sjúklinga) var gerð til að auðvelda þér þetta. Horfðu á hana og farðu síðan í bænarhug yfir spurningarnar hér á eftir. Athugið: Þar sem sýnd eru stutt myndskeið frá skurðaðgerðum ættu foreldrar að fara varlega í að leyfa ungum börnum að horfa á myndbandið.

(1) Hvers vegna eru sumir í læknastéttinni að endurmeta nauðsyn blóðgjafa? (2) Nefndu þrjú dæmi um flóknar skurðaðgerðir sem hafa verið framkvæmdar án blóðgjafar. (3) Hve margir læknar í heiminum hafa gefið til kynna að þeir séu fúsir til að veita læknismeðferð án blóðgjafar? Hvers vegna eru þeir fúsir til þess? (4) Hvað hafa nýlegar rannsóknir á sjúkrahúsum leitt í ljós varðandi blóðgjafir? (5) Hvaða áhætta fylgir blóðgjöfum? (6) Að hvaða niðurstöðu hafa margir sérfræðingar komist varðandi aðferðir sem beita má í stað blóðgjafa? (7) Hvað veldur blóðleysi? Hve mikinn blóðmissi þolir fólk? Hvað er hægt að gera til að bæta upp blóðmissi? (8) Hvernig er hægt að örva rauðkornamyndun í líkama sjúklings? (9) Hvaða aðferðum er beitt til að draga úr blóðmissi í skurðaðgerð? (10) Kemur læknismeðferð án blóðgjafar til greina þegar ung börn eiga í hlut eða lífshættuleg slysa- og bráðatilfelli eru annars vegar? (11) Hver er ein helsta siðaregla góðrar læknismeðferðar? (12) Hvers vegna er mikilvægt að kristnir menn ákveði fyrir fram að velja læknismeðferð án blóðgjafar? Hvernig er hægt að gera það?

Í myndinni eru sýnd dæmi um læknismeðferðir sem eru þess eðlis að hver og einn þarf að gera það upp við biblíufrædda samvisku sína hvort hann þiggur þær. Hefurðu ákveðið hvað þú myndir þiggja handa sjálfum þér og börnum þínum og síðan fyllt út yfirlýsinguna um læknismeðferð? Ítarlega umræðu um þetta er að finna í 7. kafla bókarinnar „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“ og í tilvísununum í þeim kafla. Sjá einnig viðaukann „Hvernig á ég að líta á blóðþætti og læknismeðferð þar sem mitt eigið blóð er notað?“ sem birtist í Ríkisþjónustunni í nóvember 2006. Gakktu úr skugga um að þú hafir skráð upplýsingarnar nákvæmlega á yfirlýsinguna. Fulltrúar þínir, sem þú hefur valið til að tala máli þínu, og nánustu ættingjar, sem eru ekki vottar, ættu einnig að vita hvað þú hefur ákveðið.

[Rammi á bls. 3]

• Hefurðu ákveðið hvaða læknismeðferð og lækningaraðferðir þú þiggur handa sjálfum þér og börnum þínum?

• Berðu á þér útfyllta yfirlýsingu til að tala máli þínu í neyðartilfelli?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila