Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 6.11 bls. 1
  • Boðunarstarfið einkennist af þolinmæði

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Boðunarstarfið einkennist af þolinmæði
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • Líktu eftir langlyndi Jehóva
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2006
  • Lærum af langlyndi Jehóva og Jesú
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2012
  • Að þroska með sér þolinmæði
    Góð ráð handa fjölskyldunni
  • Höldum áfram að sýna þolinmæði
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2023
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 6.11 bls. 1

Boðunarstarfið einkennist af þolinmæði

1. Hvernig hefur Jehóva sýnt mannkyninu þolinmæði?

1 Framkoma Guðs við mennina einkennist af þolinmæði. (2. Mós. 34:6; Sálm. 106:41-45; 2. Pét. 3:9) Alþjóðlega prédikunarstarfið er eitt besta dæmi þess að hann geri það. Jehóva hefur sýnt mönnunum þolinmæði í tæp 2.000 ár og heldur áfram að laða hjartahreint fólk til sín. (Jóh. 6:44) Hvernig getur boðunarstarf okkar endurspeglað þolinmæði Jehóva?

2. Hvernig getum við sýnt þolinmæði í boðunarstarfinu?

2 Boðunarstarfið hús úr húsi: Við líkjum eftir þolinmæði Jehóva þegar við,látum eigi af‘ prédikunarstarfi okkar á svæðum þar sem fólk hefur enn ekki sýnt áhuga. (Post. 5:42) Við erum þolgóð þegar við mætum áhugaleysi, háði og andstöðu í starfi okkar. (Mark. 13:12, 13) Við sýnum einnig þolinmæði með því að halda áfram að vökva fræ sannleikans jafnvel þótt það sé erfitt að finna áhugasama heima.

3. Hvers vegna er þolinmæði nauðsynleg þegar við förum í endurheimsóknir eða stjórnum biblíunámskeiðum?

3 Biblíunámskeið: Plönturækt er þolinmæðisvinna. Við getum nært plöntuna en ekki rekið á eftir vextinum. (Jak. 5:7) Andlegur vöxtur gerist líka smátt og smátt. (Mark. 4:28) Biblíunemendur eiga kannski erfitt með að segja skilið við falstrúarkenningar eða láta af óbiblíulegum siðum. Við ættum ekki að reyna að hraða vextinum með því að þrýsta á nemendurna til að gera breytingar. Við verðum að vera þolinmóð svo að andi Guðs fái hæfilegan tíma til að hafa áhrif á hjarta nemandans. — 1. Kor. 3:6, 7. 

4. Hvernig getur þolinmæði hjálpað okkur að vitna fyrir vantrúuðum ættingjum á áhrifaríkan hátt?

4 Vantrúaðir ættingjar: Þó að við þráum að ættingjar, sem eru ekki í trúnni, kynnist sannleikanum sýnum við þolinmæði og bíðum eftir rétta tækifærinu til að vitna fyrir þeim og vörum okkur á því að drekkja þeim með of miklum upplýsingum. (Préd. 3:1, 7) Í millitíðinni sýnum við í verki hvaða góðu áhrif trúin hefur á okkur og erum ávallt tilbúin að segja frá trú okkar á mildilegan og virðulegan hátt. (1. Pét. 3:1, 15) Ef starf okkar einkennist af þolinmæði skilar það án efa betri árangri og gleður himneskan föður okkar.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila