Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 7.11 bls. 1
  • Verum umhyggjusöm

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Verum umhyggjusöm
  • Ríkisþjónusta okkar – 2011
  • Svipað efni
  • Verið innilega meðaumkunarsamir
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
  • Líkjum eftir Jehóva og sýnum meðaumkun
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2017
  • „Innileg samúð Guðs okkar“
    Nálgastu Jehóva
  • Jehóva — Meðaumkunarsamur faðir okkar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1995
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2011
km 7.11 bls. 1

Verum umhyggjusöm

1. Hvað hefur fólk mikla þörf fyrir nú á dögum?

1 Aldrei fyrr í mannkynsögunni hefur jafnmargir búið við brýnni þörf á umhyggju og aðstoð. Versandi ástand heimsins hefur leitt til þess að margir finna fyrir þunglyndi, óhamingju og vonleysi. Milljónir manna eru hjálparþurfi og við sem kristið fólk erum í aðstöðu til að sýna náunganum ósvikna umhyggju. (Matt. 22:39; Gal. 6:10) Hvernig getum við sýnt slíka umhyggju?

2. Hvernig getum við sýnt náunganum umhyggju?

2 Boðunarstarfið endurspeglar umhyggju: Raunverulega og varanlega hughreystingu er aðeins hægt að fá hjá Jehóva Guði. (2. Kor. 1:3, 4) Jehóva hvetur okkur til að líkja eftir sér og,vera hluttekningarsöm‘ og hann hefur gefið okkur boð um að flytja fólki fagnaðarerindið um ríkið. (1. Pét. 3:8) Þátttaka okkar í þessu starfi er besta leiðin til að hughreysta „þá sem hafa sundurmarin hjörtu“, af því að Guðs ríki er eina raunverulega vonin fyrir þjáð mannkyn. (Jes. 61:1) Vegna umhyggju fyrir þjónum sínum mun Jehóva innan tíðar eyða allri illsku og koma á fót réttlátum nýjum heimi. — 2. Pét. 3:13.

3. Hvernig getum við líkt eftir viðhorfi Jesú til fólks?

3 Hafðu sama viðhorf til fólks og Jesús: Þegar Jesús prédikaði fyrir stórum hópi fólks sá hann meira en bara mannfjölda. Hann sá einstaklinga sem höfðu andlegar þarfir. Þeir voru eins og sauðir án hirðis til að leiðbeina þeim. Þolinmóður kenndi Jesús fólkinu vegna þess að hann fann til með því. (Mark. 6:34) Ef við höfum sama viðhorf til fólks og Jesús mun það hvetja okkur til að sýna einstaklingum ósvikna umhyggju. Það verður auðséð af svip- og raddbrigðum okkar. Aðalverkefni okkar er að boða trúna og við reynum að sníða orð okkar að þörfum hvers og eins. — 1. Kor. 9:19-23.

4. Hvers vegna ættum við að íklæðast umhyggju?

4 Mikill múgur fólks af öllum þjóðum tekur fagnandi við boðskapnum um ríkið og þeim einlæga áhuga sem honum er sýndur. Er við höldum áfram að íklæðast umhyggju heiðrum við og gleðjum umhyggjusaman Guð okkar, Jehóva. — Kól. 3:12.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila