Eru börnin þín undirbúin?
1. Hvers vegna er tímabært að undirbúa börnin fyrir skólann?
1 Það styttist í að nýtt skólaár byrji. Börnin þín munu án efa mæta nýjum áskorunum og verða fyrir þrýstingi. En þau fá líka ný tækifæri til að,bera sannleikanum vitni‘. (Jóh. 18:37) Eru þau tilbúin?
2. Hvað þurfa börn þín að vita til þess að vera undirbúin?
2 Skilja börnin þín hvað er fólgið í því að taka þátt í þjóðernislegum athöfnum og heiðnum hátíðum, og hvers vegna það er rangt að taka þátt í þeim? Eru þau tilbúin að mæta þrýstingnum í þá átt að leita sér æðri menntunar, byrja með einhverjum, drekka áfengi eða neyta eiturlyfja? Mundu þau einfaldlega segja að trú þeirra banni þeim það eða eru þau fær um að útskýra trúarlega afstöðu sína? — 1. Pét. 3:15.
3. Hvernig geta foreldrar notað biblíunámskvöld fjölskyldunnar til að undirbúa börnin?
3 Notaðu biblíunámskvöld fjölskyldunnar: Þið þurfið auðvitað að ræða ýmis mál sem upp koma eftir að skólinn er byrjaður. Ef þið leggið sérstaka áherslu á að fara yfir mál tengd skólanum áður en hann byrjar mun það efla sjálfstraust barnanna ykkar. Væri ekki upplagt að nota eitt eða fleiri biblíunámskvöld til þess? Þið gætuð spurt börnin hvað valdi þeim mestum áhyggjum við að byrja aftur í skólanum. Nú þegar börnin eru eldri og hafa aukinn skilning gætuð þið rifjað upp efni sem þið hafið áður skoðað. (Sálm. 119:95) Þú gætir til dæmis sett þig í hlutverk kennara, ráðgjafa eða skólafélaga og æft aðstæður sem geta komið upp í skólanum. Kenndu börnunum þínum hvernig þau geta svarað út frá Biblíunni og notað bók eins og Spurningar unga fólksins og Biblíusamræðubæklinginn. Móðir ein æfði með börnum sínum í upphafi hvers skólaárs hvernig þau gætu nálgast nýja kennara og gert þeim grein fyrir að þau væru vottar Jehóva. – Sjá Varðturninn 15. desember 2010, bls. 3-5.
4. Hvernig sýna vitrir foreldrar fyrirhyggju?
4 Þær áskoranir, sem börn í söfnuðinum mæta á þessum síðustu dögum, verða sífellt erfiðari viðfangs. (2. Tím. 3:1) Vitrir foreldrar sýna því fyrirhyggju og gera allt sem í þeirra valdi stendur til að hjálpa börnunum að búa sig undir nýtt skólaár. (Orðskv. 22:3)