Góð leið til að hlusta á söngvana okkar
Þjónar Guðs líta á tónlist sem góða gjöf frá Jehóva. (Jak. 1:17) Margir söfnuðir hafa ánægju af því að spila hljómdiskana okkar bæði fyrir og eftir samkomur. Okkur finnst við vera velkomin á samkomu þegar við heyrum milda tónlist og það undirbýr okkur fyrir tilbeiðslu. Þegar nýju lögin úr söngbók okkar eru spiluð lærum við laglínuna og syngjum þau á réttan hátt. Þegar slík tónlist er spiluð eftir samkomuna finnum við áfram fyrir notalegu andrúmslofti í uppörvandi félagsskap. Öldungaráð safnaðanna ættu að láta spila hljómdiskana Sing to Jehovah — Piano Acompaniment fyrir og eftir samkomur. Þeir ættu einnig að sjá til þess að hljóðstyrkur sé hæfilegur svo að hægt sé að tala saman.