Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • km 8.12 bls. 1
  • Varðveittu hreina samvisku

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Varðveittu hreina samvisku
  • Ríkisþjónusta okkar – 2012
  • Svipað efni
  • Hvernig geturðu varðveitt góða samvisku?
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
  • Er samviska þín traustur leiðarvísir?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Hlustaðu á rödd samviskunnar
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
  • Að Þjálfa samviskuna
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1997
Sjá meira
Ríkisþjónusta okkar – 2012
km 8.12 bls. 1

Varðveittu hreina samvisku

1. Hvert er stef sérstaka mótsdagsins fyrir þjónustuárið 2013 og hvert er markmið dagskrárinnar?

1 Á hverjum degi stöndum við frammi fyrir aðstæðum sem gætu komið okkur til að brjóta gegn samviskunni. Þar af leiðandi hefur sérstaki mótsdagurinn fyrir þjónustuárið 2013 fengið stefið: „Varðveittu hreina samvisku.“ (1. Tím. 1:19) Markmið dagskrárinnar er að hjálpa hverju og einu okkar að gefa alvarlegan gaum að því hvernig við notum þessa einstöku gjöf skaparans.

2. Hvaða mikilvægum spurningum verður svarað á dagskránni?

2 Vertu vakandi fyrir eftirfarandi atriðum: Sjö grundvallarspurningum tengdum samviskunni verður svarað á dagskránni:

• Hvað er hættulegt samviskunni?

• Hvernig getum við agað samviskuna?

• Hvernig er hægt að hafa hreina samvisku?

• Hvað segir það um okkur hvernig við bregðumst við meginreglum Biblíunnar?

• Hvernig getum við forðast að særa samvisku annarra?

• Hvernig getið þið unga fólkið sýnt hugrekki með því að láta ekki undan þrýstingi?

• Hvaða blessun fá þeir sem láta anda Jehóva móta samvisku sína?

3. Hvernig getum við notið góðs af dagskránni?

3 Með hjálp föður okkar á himnum getum við staðist tilraunir Satans til að spilla samvisku okkar. Jehóva er kærleiksríkur og notar orð sitt og söfnuð til að segja okkur: „Þetta er vegurinn, farið hann.“ (Jes. 30:21) Mótsdagskráin er dæmi um slíka leiðsögn. Gerðu því ráðstafanir til að vera viðstaddur alla dagskrána. Hlustaðu vandlega og hugleiddu hvernig þú getir farið eftir því sem þú lærir. Ræðið saman sem fjölskylda um dagskrána. Þegar við förum eftir því sem við lærum styrkir það ásetning okkur að viðhalda,góðri samvisku‘ og forðar okkur frá því að láta skammvinnar skemmtanir heimsins leiða okkur afvega. – 1. Pét. 3:16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila