Ungt fólk spyr – hvernig ætla ég að nota líf mitt? (1. hluti)
Unglingar þurfa að taka mikilvægar ákvarðanir þegar þeir komast á fullorðinsár. Mynddiskurinn Young People Ask – What Will I Do With My Life? (Ungt fólk spyr – hvernig ætla ég að nota líf mitt?) var saminn til að auðvelda þeim það. Veldu „Play Drama“ (spila leikrit) á aðalvalmyndinni og reyndu að svara spurningunum í grein 2. Veldu svo „Interviews“ (viðtöl) á aðalvalmyndinni og „Looking Back“ (horft um öxl). Svaraðu síðan spurningunum í 3. grein.
Leikritið: (1) Að hvaða leyti eru margir unglingar í söfnuðinum í svipaðri stöðu og Tímóteus? (2) Hvernig var þrýst á Andre til að skara fram úr í íþróttum? (3) Hvað sagði bróðir Fleissig Andre um það (a) að helga sig bæði Jehóva og íþróttinni? (Matt. 6:24) (b) hvað færir sanna hamingju? (c) hvað matarskálin úr fangabúðunum minnti hann á? (d) hvaða fólk væri á myndinni með þeim hjónum? (e) hvort hann sæi eftir því að hafa sagt skilið við framtíðardrauma sína? (Fil. 3:8) (4) Hvernig svaraði amman spurningu Andre um hvort það væri rangt að langa til að slá í gegn sem hlaupari? (Lúk. 4:5-7) (5) Var Andre hamingjusamari eftir að hafa unnið keppnina? (6) Hvað í kveðjubréfinu, sem Fleissig skrifaði til Andre, hreif þig mest? (Orðskv. 10:22) (7) Hvað uppgötvaði Andre með hjálp Fleissigs?
Horft um öxl: (8) Hvaða starf stunduðu bróðirinn og systirin af kappi og af hverju? (9) Hversu langt höfðu þau náð á framabrautinni? (10) Hvað fékk þau til að athuga sinn gang? (2. Kor. 5:15) (11) Hvaða starf tók við af því fyrra og hvers vegna fannst þeim þau ekki getað lagt stund á hvort tveggja? (12) Sáu þau eftir því að hafa breytt um stefnu í lífinu? (13) Hvað sögðu þau sem fékk þig til að hugsa um hvernig þú ætlar að nota líf þitt?
Horfðu á hin viðtölin og aukaefnið (Supplementary Material) og vertu tilbúinn til að taka þátt í umræðum á þjónustusamkomunni í næstu viku.