FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | SÁLMAR 34-37
Treystu Jehóva og gerðu gott
„Öfunda eigi þá sem ranglæti fremja“
Láttu ekki tímabundna velgengni óguðlegs fólks trufla þjónustu þína við Jehóva. Einbeittu þér að andlegum markmiðum og blessuninni sem fylgir.
„Treyst Drottni og ger gott“
Treystu því að Jehóva hjálpi þér að sigrast á öllum efasemdum og kvíða. Hann hjálpar þér að vera trúr.
Vertu upptekinn af að segja frá gleðifréttunum um Guðsríki.
„Njót gleði í Drottni“
Taktu frá ákveðinn tíma til að lesa í Biblíunni og hugleiddu það með það fyrir augum að kynnast Jehóva betur.
„Fel Drottni vegu þína“
Treystu því að Jehóva hjálpi þér að leysa öll vandamál.
Haltu áfram að breyta rétt þegar þú mætir andstöðu, ofsóknum eða rangfærslum.
„Ver hljóður fyrir Drottni og vona á hann“
Forðastu skyndiákvarðanir sem ræna þig gleði og eyðileggja samband þitt við Jehóva.
„Hinir hógværu fá landið til eignar“
Ástundaðu hógværð og bíddu auðmjúkur eftir að Jehóva leiðrétti ranglætið sem þú þarft að þola.
Styddu trúsystkini þín og huggaðu þá sem eru niðurdregnir með loforðinu um nýjan heim Guðs sem er í nánd.
Ríki Guðs færir mönnum ólýsanlega blessun