FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐ | ORÐSKVIÐIRNIR 7-11
„Láttu ekki hjartað tælast“
Meginreglur Jehóva geta verndað okkur. Til að þær komi okkur að gagni þurfum við að geyma þær í hjarta okkar. (Okv 7:3) Ef þjónn Jehóva leyfir hjarta sínu að víkja af leið er hann berskjaldaður fyrir lymskulegum og blekkjandi brögðum Satans. Í sjöunda kafla Orðskviðanna er sagt frá ungum manni sem leyfir hjartanu að blekkja sig. Hvað getum við lært af mistökum hans?
Satan reynir að draga okkur frá Jehóva með því að nota skilningarvitin fimm til að leiða okkur út í ranga breytni.
Speki og skynsemi hjálpa okkur að skilja hrikalegar afleiðingar rangrar breytni og halda okkur fjarri því að stofna sambandi okkar við Guð í hættu.