Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb18 mars bls. 7
  • „Vakið“

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • „Vakið“
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
  • Svipað efni
  • Ætlar þú að halda vöku þinni?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2015
  • Hlustar þú á viðvaranirnar?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2024
  • Upplýsing við ‚endalok veraldar‘
    Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
  • Á verði við ‚endalok veraldar‘
    Öryggi um allan heim undir stjórn Friðarhöfðingjans
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
mwb18 mars bls. 7
Meyjarnar tíu í dæmisögu Jesú

FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | MATTEUS 25

„Vakið“

25:1-12

Þótt Jesús hafi beint dæmisögunni um meyjarnar tíu til andasmurðra fylgjenda sinna á boðskapurinn í grundvallaratriðum erindi til allra þjóna Guðs. (w15 15.3. 12-16) „Vakið því, þér vitið ekki daginn né stundina.“ (Matt 25:13) Getur þú útskýrt dæmisögu Jesú?

  • Brúðguminn (vers 1) – Jesús.

  • Hyggnu, viðbúnu meyjarnar (vers 2) – Andasmurðir kristnir menn sem eru undir það búnir að sinna verkefni sínu trúfastlega og skína eins og ljós allt til enda. (Fil 2:15)

  • Þegar hrópað er: „Brúðguminn kemur“ (vers 6) – Merki um nærveru Krists.

  • Fávísu meyjarnar (vers 8) – Andasmurðir kristnir menn sem fara til móts við brúðgumann en halda ekki vöku sinni og reynast ekki trúir.

  • Hyggnu meyjarnar neita að gefa af sinni olíu (vers 9) – Eftir að trúir andasmurðir þjónar Guðs hafa fengið lokainnsigli er of seint fyrir þá að hjálpa þeim sem hafa reynst ótrúir.

  • Brúðguminn kom (vers 10) – Jesús kemur til að fella dóm undir lok þrengingarinnar miklu.

  • Hyggnu meyjarnar ganga með brúðgumanum inn til brúðkaupsins og dyrum er lokað (vers 10) – Jesús kallar trúa andasmurða þjóna Guðs til himna en hinir ótrúu missa af laununum, lífi á himnum.

Það kemur ekki fram í dæmisögunni að margir andasmurðir reynist ótrúir og að velja þurfi aðra í staðinn. Þetta er hins vegar viðvörun til allra andasmurðra þjóna Guðs um að þeir geti valið að vera annað hvort viðbúnir og vökulir eða fávísir og ótrúir. Jesús sagði: „Verið þér og viðbúin.“ (Matt 24:44) Óháð von okkar ætlast Jesús til þess að við búum hjarta okkar undir trúfasta þjónustu og höldum vöku okkar.

Hvernig sýni ég að ég held vöku minni?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila