LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Gerðu sjálfsnámið þitt meira gefandi
HVERS VEGNA ER ÞAÐ MIKILVÆGT? Sjálfsnám í orði Guðs hjálpar okkur að skilja ,vídd og lengd, hæð og dýpt‘ sannleikans. (Ef 3:18) Það hjálpar okkur líka að vera óaðfinnanleg og flekklaus í vondum heimi og halda „fast við orð lífsins“. (Fil 2:15, 16) Í sjálfsnámi okkar í orði Guðs getum við valið efni sem við þurfum á að halda. Hvernig getum við nýtt best þann tíma sem við notum til að lesa og rannsaka Biblíuna?
HVERNIG FÖRUM VIÐ AÐ?
Strikaðu undir biblíuvers og skrifaðu athugasemdir í námsbiblíuna þína hvort sem hún er í prentuðu eða á rafrænu formi.
Spyrðu þig eftirfarandi spurninga þegar þú lest orð Guðs: Hver? Hvað? Hvenær? Hvar? Hvers vegna? Hvernig?
Aflaðu þér upplýsinga. Notaðu leitarverkfærin sem eru í boði og leitaðu eftir viðfangsefni eða biblíuversi.
Hugleiddu það sem þú lest til að koma auga á það sem þú getur heimfært á líf þitt.
Heimfærðu það sem þú lærir á daglegt líf þitt. – Lúk 6:47, 48.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ „HALDIÐ FAST VIÐ ORÐ LÍFSINS“ – MEÐ ÁRANGURSRÍKU SJÁLFSNÁMI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig lýsa sumir sjálfsnámi?
Hvers vegna ættum við alltaf að hefja sjálfsnám með bæn?
Hvað getur hjálpað okkur að skilja vers í Biblíunni betur?
Hvers konar merki gætum við sett í námsbiblíuna okkar?
Hvers vegna er svona mikilvægt að hugleiða orð Guðs þegar við rannsökum það?
Hvernig ættum við að nota það sem við lærum?
„Hve mjög elska ég lögmál þitt, allan daginn íhuga ég það.“ – Slm 119:97.