LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Hvað muntu gera í þurru árferði?
Trú er nátengd trausti. Sterk trú á Jehóva hjálpar okkur til dæmis að treysta því að hann annist okkur og verndi. (Sl 23:1, 4; 78:22) Því nær sem dregur að endalokum þessa heimskerfis getum við búist við auknum árásum frá Satan. (Op 12:12) Hvar getum við fengið hjálp?
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ HVAÐ MUNTU GERA Í ÞURRU ÁRFERÐI? OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Að hvaða leyti erum við eins og ,tréð‘ sem minnst er á í Jeremía 17:8?
Hvaða aðstæður geta verið eins og ,hiti‘?
Hvaða áhrif hefur hitinn á ,tréð‘ og hvers vegna?
Hverju vill Satan eyða?
Að hvaða leyti erum við eins og vanir flugfarþegar?
Hvers vegna ættum við að halda áfram að treysta trúa og hyggna þjóninum og hvernig verður reynt á traust okkar?
Hvers vegna ættum við að halda áfram að treysta meginreglum Biblíunnar þótt fólk í heiminum hæðist að okkur?