LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Jehóva elskar glaðan gjafara
Í 2. Korintubréfi 9:7 er okkur sagt: „Hver og einn gefi eins og hann hefur ákveðið í hjarta sínu, ekki tilneyddur eða með tregðu, því að Guð elskar glaðan gjafara.“ Núna höfum við hentugar leiðir til að gefa framlög á netinu til að styðja starf Votta Jehóva, bæði á okkar svæði og um allan heim.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ AÐ GEFA RAFRÆN FRAMLÖG MEÐ GREIÐSLUKORTI – LEIÐBEININGAR OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig finnum við upplýsingar á netinu til að vita hvaða aðferðir við getum notað í okkar landi til að gefa framlög?
Hvers vegna hentar það sumum vel að geta gefið rafræn framlög?
Hvaða leiðir höfum við til að gefa fjárframlög?
Hvað getum við gert ef við skiljum ekki hvernig á að nota þessar rafrænu leiðir?