FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 1. MÓSEBÓK 9–11
Allir jarðarbúar töluðu sama tungumál
Jehóva tvístraði óhlýðnu fólki í Babel með því að rugla tungumál þeirra. Nú á dögum safnar hann saman miklum múg af öllum þjóðum og tungum og gefur þessu fólki „nýjar varir og hreinar“ það er að segja tungumál sannleikans. Þannig getur það ,ákallað nafn Jehóva og þjónað honum einhuga‘. (Sef 3:9; Op 7:9) Þetta hreina tungumál er sannleikurinn um Jehóva og tilgang hans sem við lesum um í Biblíunni.
Það felst meira í því að læra nýtt tungumál en að leggja ný orð á minnið. Það útheimtir að maður hugsi öðruvísi. Þegar við lærum hreint tungumál sannleikans umbreytist hugarfar okkar. (Róm 12:2) Þetta er áframhaldandi ferli sem stuðlar að einingu meðal fólks Guðs. – 1Kor 1:10.