LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Ertu viðbúinn?
Ertu viðbúinn ef náttúruhamfarir dynja yfir þar sem þú býrð? Jarðskjálftar, fellibyljir, skógareldar og flóð geta skollið skyndilega á og valdið mikilli eyðileggingu. Auk þess geta hryðjuverkaárásir, uppþot og drepsóttir brotist út fyrirvaralaust hvar sem er. (Pré 9:11) Við ættum ekki að gera ráð fyrir að slíkt gerist ekki þar sem við búum.
Hvert og eitt okkar verður að gera skynsamlegar ráðstafanir til að vera viðbúin hamförum. (Okv 22:3) Enda þótt söfnuður Jehóva sjái fyrir aðstoð á tímum hamfara verðum við samt að axla okkar ábyrgð. – Ga 6:5, neðanmáls.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ ERTU VIÐBÚINN NÁTTÚRUHAMFÖRUM? OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig getur gott samband við Jehóva hjálpað okkur þegar hamfarir dynja yfir?
Hvers vegna er mikilvægt að ...
• eiga góð samskipti við öldungana áður en hamfarir dynja yfir, á meðan á þeim stendur og á eftir?
• vera með tilbúinn neyðarpoka? – g17.5 bls. 6
• rifja upp hvers konar hamförum við getum átt von á og hvernig á að bregðast við í hverju tilfelli?
Á hvaða þrjá vegu getum við hjálpað öðrum þegar þeir lenda í hamförum?