FJÁRSJÓÐIR Í ORÐI GUÐS | 2. MÓSEBÓK 15–16
Lofum Jehóva í söng
Tónlist getur haft mikil áhrif á huga okkar og tilfinningar. Söngur er mikilvægur þáttur í tilbeiðslunni á Jehóva.
Móse og Ísraelsmenn sungu Jehóva lof því hann bjargaði þeim með kraftaverki við Rauðahafið.
Davíð konungur útnefndi 4000 menn til að vera tónlistarmenn og söngvarar í musterinu.
Nóttina áður en Jesús dó söng hann og trúfastir postular hans lofsöngva til Jehóva.
Við hvaða tækifæri get ég lofað Jehóva í söng?