Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb21 maí bls. 13
  • Sýnum kærleika innan fjölskyldunnar

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Sýnum kærleika innan fjölskyldunnar
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2021
  • Svipað efni
  • Hamingjuríkt fjölskyldulíf
    Hvað kennir Biblían?
  • Fjölskyldulíf sem er Guði þóknanlegt
    Hvers krefst Guð af okkur?
  • Traust hjónaband byggist á ást og virðingu
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • Farsælt fjölskyldulíf
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2021
mwb21 maí bls. 13
Fjölskylda syngur saman á samkomu.

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Sýnum kærleika innan fjölskyldunnar

Kærleikur er límið sem bindur fjölskylduna saman. Ef kærleikann vantar er erfitt fyrir fjölskyldur að vinna saman og sýna samheldni. Hvernig geta eiginmenn, eiginkonur og foreldrar sýnt kærleika innan fjölskyldunnar?

Kærleiksríkur eiginmaður tekur tillit til þarfa, skoðana og tilfinninga eiginkonu sinnar. (Ef 5:28, 29) Hann sér fyrir efnislegum og andlegum þörfum fjölskyldunnar og sér um tilbeiðslustund fjölskyldunnar. (1Tí 5:8) Kærleiksrík eiginkona er undirgefin manni sínum og ber „djúpa virðingu“ fyrir honum. (Ef 5:22, 33; 1Pé 3:1–6) Hjónin verða að vera tilbúin til að fyrirgefa hvort öðru fúslega. (Ef 4:32) Kærleiksríkir foreldrar sýna börnum sínum persónulegan áhuga og kenna þeim að elska Jehóva. (5Mó 6:6, 7; Ef 6:4) Hvaða erfiðleika glíma börnin við í skólanum? Hvernig gengur þeim að takast á við hópþrýsting? Þegar kærleikurinn dafnar finna allir í fjölskyldunni til öryggis.

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ SÝNUM ÓBILANDI KÆRLEIKA Í FJÖLSKYLDUNNI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Atriðu úr myndskeiðinu ,Sýnum óbilandi kærleika í fjölskyldunni‘. Hjón ræða saman um biblíuvers þegar þau eru komin heim af samkomu.

    Hvernig ,nærir og annast‘ eiginmaður konu sína?

  • Atriðu úr myndskeiðinu ,Sýnum óbilandi kærleika í fjölskyldunni‘. Systir sem er nýkomin heim af samkomu hlustar þolinmóð á manninn sinn sem er ekki vottur og róar hann.

    Hvernig sýnir kærleiksrík eiginkona manni sínum „djúpa virðingu“?

  • Atriðu úr myndskeiðinu ,Sýnum óbilandi kærleika í fjölskyldunni‘. Fjölskylda ræðir um það sem þau lærðu á samkomunni á meðan þau fá sér hressingu.

    Hvernig brýna kærleiksríkir foreldrar orð Guðs fyrir börnum sínum?

GÆTUM AÐ FARSÍMA- OG TÖLVUNOTKUN

Símar og tölvur geta auðveldlega gleypt tíma sem fjölskyldan ætti að verja saman til að styrkja fjölskylduböndin. Foreldrar gætu sett sér og börnunum tímamörk varðandi notkun þessara tækja. Foreldrar þurfa líka að ákveða hvort ung börn megi eiga samskipti við aðra á netinu og þá við hverja.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila