LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU
Sýnum kærleika innan fjölskyldunnar
Kærleikur er límið sem bindur fjölskylduna saman. Ef kærleikann vantar er erfitt fyrir fjölskyldur að vinna saman og sýna samheldni. Hvernig geta eiginmenn, eiginkonur og foreldrar sýnt kærleika innan fjölskyldunnar?
Kærleiksríkur eiginmaður tekur tillit til þarfa, skoðana og tilfinninga eiginkonu sinnar. (Ef 5:28, 29) Hann sér fyrir efnislegum og andlegum þörfum fjölskyldunnar og sér um tilbeiðslustund fjölskyldunnar. (1Tí 5:8) Kærleiksrík eiginkona er undirgefin manni sínum og ber „djúpa virðingu“ fyrir honum. (Ef 5:22, 33; 1Pé 3:1–6) Hjónin verða að vera tilbúin til að fyrirgefa hvort öðru fúslega. (Ef 4:32) Kærleiksríkir foreldrar sýna börnum sínum persónulegan áhuga og kenna þeim að elska Jehóva. (5Mó 6:6, 7; Ef 6:4) Hvaða erfiðleika glíma börnin við í skólanum? Hvernig gengur þeim að takast á við hópþrýsting? Þegar kærleikurinn dafnar finna allir í fjölskyldunni til öryggis.
HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ SÝNUM ÓBILANDI KÆRLEIKA Í FJÖLSKYLDUNNI OG SVARAÐU SÍÐAN EFTIRFARANDI SPURNINGUM:
Hvernig ,nærir og annast‘ eiginmaður konu sína?
Hvernig sýnir kærleiksrík eiginkona manni sínum „djúpa virðingu“?
Hvernig brýna kærleiksríkir foreldrar orð Guðs fyrir börnum sínum?