Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • mwb22 mars bls. 9
  • Hverjir eru vinir þínir á netinu?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hverjir eru vinir þínir á netinu?
  • Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
  • Svipað efni
  • Er í lagi að eiga vini á Netinu?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Vörumst gryfjur á samfélagsmiðlum
    Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2018
  • Hvað þarf ég að vita um samskiptasíður á Netinu? – 2. hluti
    Vaknið! – 2012
  • Vefsetur okkar – notaðu það við sjálfsnám og fjölskyldunám
    Ríkisþjónusta okkar – 2012
Sjá meira
Líf okkar og boðun - vinnubók fyrir samkomur – 2022
mwb22 mars bls. 9

LÍF OKKAR Í KRISTINNI ÞJÓNUSTU

Hverjir eru vinir þínir á netinu?

Vinur er kær félagi sem hefur áunnið sér virðingu eða væntumþykju. Jónatan og Davíð tengdust órjúfanlegum vináttuböndum eftir að Davíð drap Golíat. (1Sa 18:1) Þeir mátu mikils eiginleika hvors annars. Sterk vinátta byggist nefnilega á nákvæmri þekkingu. Það tekur yfirleitt tíma og fyrirhöfn að kynnast öðrum. En á samskiptasíðum getur fólk eignast „vini“ með einum músarsmelli. Þar sem fólk getur undirbúið nákvæmlega hvað það ætlar að segja á netinu getur það stýrt að vissu marki áliti annarra og falið auðveldlega hvers konar persónu það hefur sjálft að geyma. Þar af leiðandi er gott að setja sér reglur um hverja maður vill hafa fyrir vini á netinu. Ekki hika við að hafna eða svara ekki vinarbeiðni frá fólki sem þú þekkir eiginlega ekkert, af ótta við að særa það. Miðað við hugsanlegar hættur hafa sumir ákveðið að nota ekkert samskiptasíður. En ef þú ákveður að nota samskiptasíðu, hvað ættirðu þá að hafa í huga?

HORFÐU Á MYNDSKEIÐIÐ SKYNSEMI Á SAMSKIPTASÍÐUM OG SVARAÐU EFIRFARANDI SPURNINGUM:

  • Atriði úr myndbandinu „Skynsemi á samskiptasíðum“. Stelpa fær áfall þegar hún sér myndir af sjálfri sér á mörgum sjónvarpsskjám.

    Hvað ættirðu að hafa í huga áður en þú birtir athugasemdir eða myndir?

  • Atriði úr myndbandinu „Skynsemi á samskiptasíðum“. Tveir skuggalegir náungar sýna strák póst á samskiptasíðu og strákurinn tekur fyrir augun.

    Hvers vegna ættirðu að velja vini vandlega á netinu?

  • Atriði úr myndbandinu „Skynsemi á samskiptasíðum“. Sofandi strákur með höfuðið á fartölvu eftir að hafa verið í tölvunni alla nóttina.

    Hvers vegna ættirðu að takmarka þann tíma sem þú notar á samskiptasíðum? – Ef 5:15, 16.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila