Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp21 Nr. 1 bls. 14-15
  • Hvernig getur bænin hjálpað þér?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig getur bænin hjálpað þér?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
  • Svipað efni
  • Styrktu tengslin við Guð með bæninni
    Hvað kennir Biblían?
  • Bænin hjálpar þér að nálgast Guð
    Von um bjarta framtíð – biblíunámskeið
  • Hvernig bænin getur hjálpað okkur
    Þú getur lifað að eilífu í paradís á jörð
  • Gerið óskir ykkar kunnar Guði
    Námsgreinar úr Varðturninum
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2021
wp21 Nr. 1 bls. 14-15

Hvernig getur bænin hjálpað þér?

Pamela glímdi við alvarlegan sjúkdóm og leitaði sér læknishjálpar. En hún bað líka til Guðs um styrk til að þola þessar erfiðu aðstæður. Hjálpaði bænin henni?

„Á meðan ég var í krabbameinsmeðferð fann ég oft fyrir miklum ótta,“ segir Pamela. „En þegar ég bað til Jehóva Guðs varð ég róleg og gat hugsað skýrt. Ég er enn með stöðuga verki en bænin hjálpar mér að vera jákvæð. Þegar fólk spyr mig hvernig ég hafi það svara ég: ,Mér líður ekki vel en ég er glöð.‘“

Við þurfum auðvitað ekki að bíða þangað til að líf okkar liggur við til að biðja til Guðs. Við glímum öll við vandamál, stór og smá, og okkur finnst við oft þurfa hjálp til að takast á við þau. Getur bænin hjálpað okkur?

Í Biblíunni segir: „Varpa áhyggjum þínum á Drottin, hann mun bera umhyggju fyrir þér, aldrei að eilífu lætur hann réttlátan mann hrasa.“ (Sálmur 55:23) Þetta er mjög hughreystandi. Hvernig getur bænin þá hjálpað þér? Þegar þú biður til Guðs á viðeigandi hátt gefur hann þér það sem þú þarft til að takast á við erfiðleika þína. – Sjá rammann „Það sem bænin getur gefið þér.“

Það sem bænin getur gefið þér

Hugarfriður

Viðskiptamaðurinn sem missti vinnuna áður gengur brosandi og fullur sjálfstrausts.

„Segið Guði frá öllu sem ykkur liggur á hjarta ... Friður Guðs, sem er æðri öllum skilningi, mun þá vernda hjörtu ykkar og huga með hjálp Krists Jesú.“ (Filippíbréfið 4:6, 7) Þegar þú segir Guði frá áhyggjum þínum hjálpar hann þér að halda ró þinni og sýna skynsemi undir álagi.

Viska frá Guði

Konan sem þuldi áður bænir úr bók les Biblíuna heima hjá sér.

„Ef einhvern á meðal ykkar skortir visku ætti hann ekki að gefast upp á að biðja Guð um hana. Hann mun fá hana því að Guð gefur öllum af örlæti og án þess að áfellast þá.“ (Jakobsbréfið 1:5) Þegar við erum undir álagi tökum við ekki alltaf góðar ákvarðanir. Ef þú biður um visku getur Guð minnt þig á fjölmargar gagnlegar meginreglur í orði sínu, Biblíunni.

Kraftur og huggun

Hjónin sem voru áður á spítalanum ganga saman í almenningsgarði. Eiginmaðurinn hjálpar konu sinni varfærnislega að ganga með staf.

„Ég get tekist á við hvað sem er vegna hans sem gefur mér kraft.“ (Filippíbréfið 4:13) Jehóva Guð er almáttugur og getur gefið þér þann kraft sem þú þarft til að takast á við erfiðleika eða stutt þig í raunum þínum. (Jesaja 40:29) Í Biblíunni er Jehóva líka kallaður „Guð allrar huggunar“. Hann getur huggað okkur „í öllum prófraunum okkar“. – 2. Korintubréf 1:3, 4.

MUNT ÞÚ HAFA GAGN AF BÆNINNI?

Jehóva þvingar þig auðvitað ekki til að biðja til sín. Hann býður þér hins vegar í kærleika sínum að gera það. (Jeremía 29:11, 12) En hvað ef þér hefur fundist að bænum þínum hafi ekki verið svarað? Misstu ekki kjarkinn og gefstu ekki upp. Kærleiksríkir foreldrar hjálpa ekki endilega börnum sínum á þann hátt eða á þeim tíma sem þau búast við. Foreldrarnir eru kannski með betri lausn. En eitt er víst: Kærleiksríkir foreldrar hjálpa börnum sínum.

Jehóva Guð er kærleiksríkasti faðir sem hugsast getur og hann langar til að hjálpa þér. Ef þú kynnir þér vel ráðin sem við höfum fjallað um og leggur þig fram um að fylgja þeim svarar Guð bænum þínum á þann hátt sem best verður á kosið. – Sálmur 34:16; Matteus 7:7–11.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila