Þú getur valið hvernig framtíð þín verður
Fyrir um 3.500 árum sagði Jehóva Guð tilbiðjendum sínum hvað þeir þyrftu að gera til að eiga örugga framtíð: „Ég hef lagt fyrir þig líf og dauða, blessun og bölvun. Veldu lífið svo að þið lifið, þú og afkomendur þínir.“ – 5. Mósebók 30:19.
Þetta fólk þurfti að velja rétt ef það vildi eiga bjarta framtíð. Sömu valkostirnir blasa við okkur nú á dögum. Biblían útskýrir hvernig við förum að því að velja örugga framtíð: „Með því að elska Jehóva Guð þinn, hlusta á hann.“ – 5. Mósebók 30:20.
HVERNIG GETUM VIÐ ELSKAÐ JEHÓVA OG HLUSTAÐ Á HANN?
KYNNTU ÞÉR BIBLÍUNA: Til að geta elskað Jehóva þarftu fyrst að kynnast honum með hjálp Biblíunnar. Þegar þú gerir það kemstu að því að hann er kærleiksríkur Guð sem vill þér hið besta. Hann býður þér að biðja til sín „því að hann ber umhyggju fyrir“ þér. (1. Pétursbréf 5:7) Biblían lofar því að ef þú leggur það á þig að nálgast hann þá muni hann nálgast þig. – Jakobsbréfið 4:8.
FARÐU EFTIR ÞVÍ SEM ÞÚ LÆRIR: Að hlusta á Guð þýðir að fylgja viturlegri leiðsögn hans sem er að finna í Biblíunni. Þegar þú gerir það „verður þú farsæll og gerir það sem er skynsamlegt“. – Jósúabók 1:8.