Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w21 nóvember bls. 31
  • Vissir þú?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Vissir þú?
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
  • Svipað efni
  • Horfið heimsveldi sem kom biblíugagnrýnendum í klípu
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1993
  • Nahúm – yfirlit
    Biblían – Nýheimsþýðingin
  • Bók sem þú getur treyst — 2. hluti
    Vaknið! – 2011
  • Höfuðþættir bóka Nahúms, Habakkuks og Sefanía
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2021
w21 nóvember bls. 31
Hugmynd listamanns um byggingar og minnisvarða í Níníve til forna.

Voldugt heimsveldi Assýringa var stærsta ríki heims á sínum tíma.

Vissir þú?

Hvað varð um Níníve eftir daga Jónasar?

Á SJÖUNDU öld f.Kr. var Assýría orðin stærsta ríki heims og „teygði sig frá Kýpur í vestri til Írans í austri, og náði um tíma yfir Egyptaland,“ segir á vefsetri British Museum. Höfuðborgin Níníve var stærsta borg veraldar. Í henni voru tilkomumikil minnismerki, fallegir garðar, íburðarmiklar hallir og stór bókasöfn. Áletranir á veggjum frá Níníve til forna sýna að Assúrbanípal konungur kallaði sig „konung veraldar“, rétt eins og aðrir konungar Assýríu. Á valdatíma hans virtust Assýría og Níníve ósigrandi.

Kort sem sýnir landamæri Assýríska heimsveldisins á sjöundu öld f.Kr. Kortið sýnir Egyptaland, eyjuna Kýpur og Níníve.

Í Níníve voru tilkomumiklar byggingar og minnismerki.

En þegar vald Assýríu var sem mest spáði Sefanía spámaður að Jehóva myndi „gera Níníve að auðn, að vatnslausri eyðimörk“. Og spámaðurinn Nahúm sagði fyrir: „Rænið silfri! Rænið gulli! ... Auðn, eyðing, gereyðing! ... Þá hrökkva þeir undan sem líta þig og segja: Níníve er lögð í eyði.“ (Sef. 2:13; Nah. 2:10, 11; 3:7) Fólk sem heyrði þessa spádóma hefur kannski hugsað: „Hvernig ætti það að geta gerst? Er hægt að sigra voldugt ríki Assýríu?“ Það hlýtur að hafa þótt ómögulegt.

Níníve varð óbyggð auðn.

En það sem var óhugsandi gerðist samt! Undir lok sjöundu aldar f.Kr. höfðu Babýloníumenn og Medar sigrað Assýringa. Níníve var að lokum yfirgefin og hvarf úr vitund fólks. Í riti sem er gefið út af The Metropolitan Museum of Art í New York segir: „Á miðöldum var svæðið yfirgefið og grafið í jörð og menn vissu ekki annað um Níníve en það sem segir í Biblíunni.“ Að sögn Biblical Archaeology Society vissi enginn snemma á nítjándu öld hvort þessi mikla höfuðborg Assýríu hefði yfir höfuð verið til. En árið 1845 hóf fornleifafræðingurinn Austen Henry Layard að grafa upp rústir Níníve. Þær staðfestu að Níníve hafði verið mikilfengleg borg.

Nákvæm uppfylling spádómanna um Níníve styrkir trú okkar á að spádómar Biblíunnar varðandi endalok pólitískra velda nútímans rætist líka. – Dan. 2:44; Opinb. 19:15, 19–21.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila