Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • wp23 Nr. 1 bls. 12-13
  • 4 | Biblían gefur hagnýt ráð

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • 4 | Biblían gefur hagnýt ráð
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2023
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvað þýðir það?
  • Hvernig hjálpar þetta?
  • Hvernig hagnýt ráð Biblíunnar hafa hjálpað
  • Að takast á við skyndilegan heilsubrest
    Fleiri viðfangsefni
  • Geðraskanir – vandi um allan heim
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2023
  • Það sem þú ættir að vita um geðraskanir
    Vaknið! – 2015
  • 3 | Reynslusögur í Biblíunni geta hjálpað okkur
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2023
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2023
wp23 Nr. 1 bls. 12-13
Ánægð kona hjólar.

4 | Biblían gefur hagnýt ráð

BIBLÍAN SEGIR: „Öll Ritningin er … gagnleg.“ – 2. TÍMÓTEUSARBRÉF 3:16.

Hvað þýðir það?

Biblían gefur hagnýt og gagnleg ráð þó að hún sé ekki læknisfræðirit. Þessi ráð geta hjálpað þeim sem glíma við geðraskanir. Skoðum nokkur dæmi.

Hvernig hjálpar þetta?

„Heilbrigðir þurfa ekki á lækni að halda heldur þeir sem eru veikir.“ – MATTEUS 9:12.

Í Biblíunni kemur fram að við gætum þurft á læknisaðstoð að halda. Það hefur gagnast mörgum að afla sér áreiðanlegra upplýsinga um geðröskunina sem þeir glíma við og að fá læknishjálp.

„Líkamleg æfing er gagnleg.“ – 1. TÍMÓTEUSARBRÉF 4:8.

Það getur haft góð áhrif á geðheilsuna að nota tíma og orku í heilsusamlegar venjur. Það eru fastar venjur eins og að hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og fá nægan svefn.

„Glatt hjarta er gott meðal en depurð dregur úr manni allan þrótt.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 17:22.

Að lesa uppörvandi frásögur í Biblíunni og setja sér raunhæf markmið getur hjálpað manni að viðhalda gleðinni. Að vera jákvæður og vongóður getur hjálpað manni að halda tilfinningalegu jafnvægi þegar maður er að kljást við geðraskanir.

„Hjá hógværum er viska.“ – ORÐSKVIÐIRNIR 11:2.

Þú getur kannski ekki gert allt sem þú myndir vilja upp á eigin spýtur. Vertu því fús til að þiggja aðstoð. Fjölskylda þín og vinir vilja líklega hjálpa þér, en það er ekki víst að þau viti hvað þurfi að gera. Segðu þeim hvernig þau geta hjálpað á sem bestan hátt. Ekki ætlast til of mikils af þeim og vertu alltaf þakklátur fyrir það sem þau gera fyrir þig.

Hvernig hagnýt ráð Biblíunnar hafa hjálpað

„Ég fann að það var eitthvað að svo að ég leitaði læknis. Læknirinn gat greint hvað var að mér. Þetta hjálpaði mér að skilja stöðuna sem ég var í og kynna mér hvað var í boði fyrir mig til að hugsa sem best um heilsuna.“ – Nicole,a sem glímir við geðhvörf.

Kona talar við heilbrigðisstarfsmann.

„Það hefur reynst mér gagnlegt að lesa reglulega í Biblíunni með konunni minni til að byrja daginn á jákvæðum og uppbyggjandi hugsunum. Og á erfiðum dögum er oft eitthvað ákveðið vers sem snertir mig.“ – Peter, sem þjáist af þunglyndi.

„Mér fannst erfitt að segja öðrum frá veikindum mínum vegna þess að ég skammaðist mín svo mikið. En góð vinkona var mjög skilningsrík og hluttekningarsöm. Hún hjálpaði mér að líða betur og finnast ég ekki standa ein.“ – Ji-yoo, sem glímir við átröskun.

„Biblían hefur hjálpað mér að hafa jafnvægi og vera skynsamur hvað varðar vinnu og hvíld. Viskan í henni hjálpar mér að takast á við erfiðar tilfinningar.“ – Timothy, sem er með áráttu- og þráhyggjuröskun.

a Sumum nöfnum er breytt.

Töfluteikningin „Úr depurð í gleði“.
Meiri uppörvun:

Horfðu á töfluteikninguna Úr depurð í gleði á jw.org.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila