NÁMSVERKEFNI
Haltu vöku þinni með því að vera iðinn biblíunemandi
Lestu Daníel 9:1–19 til að sjá hvers vegna það er mikilvægt að rannsaka Biblíuna vandlega.
Skoðaðu samhengið. Hvað hafði nýlega skeð og hvernig hafði það áhrif á Daníel? (Dan. 5:29–6:5) Hvernig hefði þér liðið í sporum Daníels?
Grafðu dýpra. Hvaða ‚heilögu ritningar‘ gæti Daníel hafa skoðað nánar? (Dan. 9:2, neðanmáls; w07 1.7. 12 gr. 8) Hvers vegna játaði Daníel syndir sínar og annarra af Ísraelsþjóðinni? (3. Mós. 26:39–42; 1. Kon. 8:46–50; dp 182–184) Hvernig endurspegla bænir Daníels að hann var iðinn biblíunemandi? – Dan. 9:11–13.
Hugleiddu það sem þú hefur lært. Spyrðu þig:
Hvernig get ég forðast að láta það sem gerist í heiminum trufla mig? (Míka 7:7)
Hvaða gagn mun ég hafa af því að rannsaka orð Guðs vandlega eins og Daníel? (w04 1.10. 26 gr. 17)
Hvaða námsefni mun hjálpa mér að ‚halda vöku minni‘? (Matt. 24:42, 44; w12 15.8. 5 gr. 7–8)