PRÓFAÐU ÞETTA
Sjálfsnám með opnum huga
Áður en við hefjum námsstund gæti verið gott að spyrja sig: Hvað býst ég við að fá út úr náminu? Vörumst samt að láta það sem við búumst við blinda okkur fyrir því sem Jehóva vill kenna okkur. Hvernig getum við verið opin fyrir því sem Jehóva vill að við lærum?
Biðjum um visku. Biddu Jehóva að hjálpa þér að skilja það sem hann vill að þú lærir núna. (Jak. 1:5) Treystu ekki eingöngu á það sem þú veist nú þegar. – Orðskv. 3:5, 6.
Leyfðu kraftinum í orði Guðs að hafa áhrif á líf þitt. „Orð Guðs er lifandi.“ (Hebr. 4:12) Lifandi orð Guðs getur haft áhrif á okkur með mismunandi hætti í hvert sinn sem við lesum í því – en aðeins ef við erum opin fyrir því sem við getum lært af lestrinum.
Verum þakklát fyrir allt sem Jehóva hefur upp á að bjóða. Andlegu fæðunni sem hann gefur okkur má líkja við „veislu með úrvalsréttum“. (Jes. 25:6) Ekki sleppa þeim réttum sem þú heldur að þér finnist ekki góðir. Það mun ekki bara nýtast þér heldur mun sjálfsnámið veita þér mikla gleði.