PRÓFAÐU ÞETTA
Notaðu spegilinn vel
Jakob postuli líkti Biblíunni við spegil sem gerir okkur kleift að sjá okkar innri mann. (Jak. 1:22–25) Hvernig notum við Biblíuna eins og spegil?
Lestu hana vandlega. Ef við rétt kíkjum á okkur í spegli yfirsést okkur kannski eitthvað sem við þurfum að laga. Til að koma auga á það sem við þurfum að bæta í fari okkar er nauðsynlegt að lesa orð Guðs vandlega og rýna í það.
Horfðu á það sem þú þarft að bæta en ekki aðrir. Við gætum horft í spegil og séð út undan okkur einhvern annan og galla hans. Á líkan hátt gætum við lesið Biblíuna og hugsað um það hvernig einhver annar þyrfti að bæta sig. En það hjálpar okkur ekki að lagfæra eigin galla.
Sýndu sanngirni. Ef við erum of upptekin af eigin göllum sem við sjáum í speglinum gætum við misst móðinn. Við þurfum að vera sanngjörn þegar við lesum í orði Guðs með því að vænta ekki meira af sjálfum okkur en Jehóva gerir. – Jak. 3:17.