PRÓFAÐU ÞETTA
Segðu öðrum frá því sem þú lærir
Þegar við lesum og lærum eitthvað nýtt í Biblíunni líður okkur vel og við endurnærumst. En við getum gert enn betur með því að segja öðrum frá þeim gullmolum sem við finnum. Orðskviðirnir 11:25 segja: „Sá sem endurnærir aðra endurnærist sjálfur.“
Að segja öðrum frá því sem við lærum auðveldar okkur að muna og skilja efnið. Og það gleður okkur að deila andlegum gullmolum með öðrum vitandi að þeir koma þeim líka að góðum notum. – Post. 20:35.
Prófaðu þetta: Leitaðu að tækifæri í vikunni til að segja einhverjum frá því sem þú hefur lært. Þetta gæti verið einhver í fjölskyldunni eða söfnuðinum, vinnufélagi, skólafélagi, nágranni eða einhver sem þú hittir í boðuninni. Reyndu að koma því sem þú vilt segja til skila á einfaldan og skýran hátt.
Til minnis: Markmiðið ætti að vera að hvetja aðra en ekki reyna að vekja aðdáun. – 1. Kor. 8:1.