Anton Petrus/Moment via Getty Images
HALTU VÖKU ÞINNI
Er heimsstyrjöld óumflýjanleg? – Hvað segir Biblían?
Mörgum hefur fundist samskipti þjóðanna hafa verið í jafnvægi og jafnvel að batna síðustu þrjá áratugi. Nýlegir atburðir hafa hins vegar haft áhrif á þá skoðun.
„Átök Ísraels og Hezbollah-samtakanna við landamæri Líbanons vekja ótta um að stríðið á Gasa sé að stigmagnast.“ – Reuters, 6. janúar 2024.
„Vesturlöndum stafar nú ný ógn af Íran þar sem fulltrúar þess gera árásir úr ýmsum áttum, ásamt því að hafa byrjað framleiðslu kjarnorkuvopna á ný – og nú með Rússland og Kína með sér í liði.“ – The New York Times, 7. janúar 2024.
„Árásir Rússa halda áfram að valda mikilli eyðileggingu í Úkraínu.“ – UN News, 11. janúar 2024.
„Vaxandi efnahags- og hernaðarlegur styrkur Kína, aukið þjóðarstolt Taívans og spennuþrungið samband Peking og Washington skapa aðstæður þar sem átök gætu hæglega brotist út.“ – The Japan Times, 9. janúar 2024.
Segir Biblían eitthvað um óstöðuga ástandið sem við sjáum í heiminum í dag? Mun það hrinda af stað heimsstyrjöld?
Biblían sagði fyrir núlíðandi atburði
Biblían sagði ekki fyrir neitt ákveðið stríð sem við sjáum nú á dögum. En hún sagði fyrir um þær útbreiddu styrjaldir sem einkenna okkar tíma og eru að „taka friðinn burt af jörðinni“. – Opinberunarbókin 6:4.
Í Daníelsbók var spáð að „á tíma endalokanna“ myndu heimsveldi sem eru í samkeppni „stimpast“ hvort við annað, eða keppast um völd. Þessi átök myndu fela í sér að þau sýni hernaðarmátt sinn og verji til þess gríðarlegum „fjársjóðum“, eða fjármagni. – Daníel 11:40, 42, 43.
Yfirvofandi stríð
Biblían gefur til kynna að ástandið í heiminum muni versna áður en það verður betra. Jesús sagði að það yrði „svo mikil þrenging að annað eins hefur ekki gerst frá upphafi heims“. (Matteus 24:21) Þessi ‚mikla þrenging‘ mun ná hámarki í stríði sem kallað er Harmagedón, en því er lýst sem ‚stríðinu á hinum mikla degi Guðs hins almáttuga‘. – Opinberunarbókin 16:14, 16.
En Harmagedón á eftir að bjarga mannkyninu, ekki eyða því. Með þessu stríði á Guð eftir að binda enda á stjórnir manna, sem hafa valdið svo mörgum mannskæðum stríðum. Lestu eftirfarandi greinar til að sjá hvernig Harmagedón mun hafa varanlegan frið í för með sér: