Að sigrast á einmanaleika með hjálp vina – hvernig getur Biblían hjálpað?
Árið 2023 varð baráttan við einmanaleika að forgangsverkefni í heilbrigðismálum. Er hægt að sigrast á einmanaleika?
„Einmanaleiki og einangrun ógna heilbrigði okkar og velferð,“ segir dr. Vivek Murthy landlæknir Bandaríkjanna. En hann bætir við: „Það er á okkar valdi að bregðast við vandanum.“ Hvernig? „Með því að gera eitthvað smátt á hverjum degi til að styrkja böndin við aðra.“a
Einmanaleiki stafar ekki eingöngu af einangrun. Sumir geta verið einmana í fjölmenni. Hver sem ástæðan er getur Biblían hjálpað. Hún hefur að geyma hagnýt ráð sem geta hjálpað okkur í baráttunni við einmanaleikann með því að styrkja vináttuböndin sem við eigum nú þegar.
Meginreglur Biblíunnar sem geta hjálpað
Eigðu góð samskipti við aðra. Það felur ekki bara í sér að tala um sínar eigin tilfinningar heldur líka að kunna að hlusta. Því meiri áhuga sem þú sýnir öðrum því sterkari verður vináttan við þá.
Meginregla Biblíunnar: „Hugsið ekki aðeins um ykkar eigin hag heldur einnig hag annarra.“ – Filippíbréfið 2:4.
Víkkaðu út vinahópinn. Vertu tilbúinn að vingast við þá sem eru þér eldri eða yngri eða koma úr annarri menningu en þú.
Meginregla Biblíunnar: „Gerið líka rúmgott í hjörtum ykkar.“ – 2. Korintubréf 6:13.
Þú finnur frekari upplýsingar um hvernig má rækta sterk vináttubönd í greininni „Að svala þörfinni fyrir vináttu“.
a Our Epidemic of Loneliness and Isolation: The U.S. Surgeon General’s Advisory on the Healing Effects of Social Connection and Community, 2023.