Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 21
  • Hversu ábyrgðarfullur er ég?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hversu ábyrgðarfullur er ég?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvernig stendurðu þig?
  • Hvað felur það í sér að vera ábyrgðarfullur?
  • Hvers vegna ætti ég að vilja vera ábyrgðarfullur?
  • Hvernig get ég verið ábyrgðarfyllri?
  • Hvernig get ég áunnið mér traust foreldra minna?
    Ungt fólk spyr
  • Af hverju eru svona margar reglur?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
  • Hvernig get ég fengið foreldra mína til að gefa mér meira frjálsræði?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga
  • Hvað á ég að gera ef foreldrar mínir rífast?
    Spurningar unga fólksins — svör sem duga, 2. bindi
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 21

UNGT FÓLK SPYR

Hversu ábyrgðarfullur er ég?

  • Hvernig stendurðu þig?

  • Hvað felur það í sér að vera ábyrgðarfullur?

  • Hvers vegna ætti ég að vilja vera ábyrgðarfullur?

  • Hvernig get ég verið ábyrgðarfyllri?

Hvernig stendurðu þig?

  • Ég er ... alltaf, oftast, stundum eða aldrei

    • heiðarlegur

    • áreiðanlegur

    • stundvís

    • iðjusamur

    • skipulagður

    • hjálpsamur

    • sanngjarn

    • kurteis

    • umhyggjusamur

  • Hverjir þessara eiginleika eru sterkastir í fari þínu?

    Haltu áfram að styrkja þessa góðu eiginleika. – Filippíbréfið 3:16.

  • Hvaða eiginleika þarftu helst að vinna í?

Það sem fjallað er um í þessari grein getur hjálpað þér að bæta þig.

Hvað felur það í sér að vera ábyrgðarfullur?

Ábyrgðarfullir einstaklingar sinna skyldum sínum heima fyrir, í skólanum og í samfélaginu. Þeir gera sér grein fyrir að þeir eru ábyrgir gerða sinna. Þegar þeir gera mistök eru þeir því fúsir til að viðurkenna þau, biðjast afsökunar og reyna að bæta fyrir þau.

Biblían segir: „Sérhver mun verða að bera sína byrði.“ – Galatabréfið 6:5.

Hvers vegna ætti ég að vilja vera ábyrgðarfullur?

Sá sem er ábyrgðarfullur notar hæfileika sína skynsamlega. Hann er oft í góðu áliti hjá öðrum og yfirleitt koma aðrir fram við hann eins og fullorðna manneskju. Honum er gefið meira frjálsræði og hann nýtur góðs af því að vera treyst.

Biblían segir: „Sjáir þú mann vel færan í verki sínu mun hann veita konungum þjónustu sína.“ – Orðskviðirnir 22:29.

Ábyrgðarfull manneskja er yfirleitt örlát og á því oft góða vini.

Biblían segir: „Gefið og yður mun gefið verða.“ – Lúkas 6:38.

Ábyrgðarfullri manneskju finnst hún hafa áorkað einhverju og er ánægð með það. Það styrkir sjálfstraustið.

Biblían segir: „Sérhver rannsaki breytni sjálfs sín og þá mun hann hafa hrósunarefni í samanburði við sjálfan sig.“ – Galatabréfið 6:4.

Hvernig get ég verið ábyrgðarfyllri?

Til að þú getir svarað þessari spurningu skaltu líta á eftirfarandi staðhæfingar. Hver þeirra á best við þig?

„Það er leiðinlegt þegar komið er fram við mann eins og smábarn sem þarf að láta foreldra sína vita af sér á klukkutímafresti.“ – Kerri.

„Foreldrar mínir leyfa mér oftast að fara út með vinum mínum og það er aldrei neitt vesen.“ – Richard.

„Þegar ég horfi á krakka á mínum aldri og sé hvað þeir mega gera hugsa ég: ,Af hverju leyfa foreldrar mínir mér ekki að gera þetta?‘“ – Anne.

„Foreldrar mínir leyfa mér að öllu jöfnu að gera það sem mig langar til. Ég er þeim þakklát fyrir að veita mér svona mikið frelsi.“ – Marina.

Niðurstaða: Sumir unglingar fá meira frelsi en aðrir. Hver ætli ástæðan sé?

Reynslan sýnir: Hve mikið frelsi þér er gefið ræðst oft af því hversu mikið traust þú hefur áunnið þér.

Skoðaðu hvað tvö ungmenni, sem vitnað var í fyrr í greininni, hafa um þetta að segja.

Richard: „Einu sinni efuðust foreldrar mínir um að það væri skynsamlegt að gefa mér meira frjálsræði. En núna treysta þau mér af því að ég hef sýnt að ég er ábyrgðarfullur. Ég lýg ekki að þeim þegar þau spyrja mig hvert ég sé að fara eða með hverjum. Og þó að þau spyrji mig ekki læt ég þau yfirleitt vita hvað ég er að fara að gera.“

Marina: „Ég hef logið að foreldrum mínum tvisvar sinnum og það komst upp í bæði skiptin. Síðan þá hef ég alltaf sagt þeim sannleikann. Ég segi þeim nákvæmlega frá því sem ég er að gera og ég hringi í þau þegar ég er ekki heima. Núna treysta þau mér miklu betur.“

Hvað hefur forgang hjá þér – skemmtun eða skylduverkin?

Viltu að komið sé fram við þig eins og Richard og Marinu? Þá ættirðu að kanna hvernig þú stendur þig á eftirfarandi sviðum:

Á HEIMILINU

  • Sinnirðu skyldum þínum heima fyrir?

  • Kemurðu alltaf heim á þeim tíma sem foreldrar þínir ætlast til?

  • Kemurðu vel fram við foreldra þína og systkini?

Á hvaða sviðum gætirðu þurft að bæta þig?

Biblían segir: „Hlýðið foreldrum ykkar.“ – Efesusbréfið 6:1.

MENNTUN

  • Klárar þú heimavinnuna á réttum tíma?

  • Leggurðu þig fram um að bæta einkunnirnar þínar?

  • Hefurðu tamið þér góðar námsvenjur?

Á hvaða sviðum gætirðu þurft að bæta þig?

Biblían segir: „Spekin veitir forsælu.“ (Prédikarinn 7:12) Góð menntun getur hjálpað þér að verða vitur.

MANNORÐ ÞITT

  • Ertu heiðarlegur við foreldra þína og aðra?

  • Ferðu vel með peninga?

  • Ertu þekktur fyrir að vera áreiðanlegur?

Á hvaða sviðum gætirðu þurft að bæta þig?

Biblían hvetur okkur til að „íklæðast hinum nýja manni“. (Efesusbréfið 4:24) Það er hægt að bæta persónuleika sinn og mannorð.

Tillaga: Finndu út á hvaða sviði þú þyrftir að bæta þig. Talaðu við þá sem eru til fyrirmyndar á þessu sviði og biddu um ráð. Skrifaðu niður hvernig þú ætlar að vinna í þessum eiginleika og fylgstu svo með árangrinum í mánuð. Skrifaðu í dagbók bæði þegar vel tekst til og þegar betur hefði mátt fara. Í lok mánaðarins skaltu svo athuga hvaða framförum þú hefur tekið.

„Það hve mikið frelsi unglingur fær fer oft eftir því hve vel hann hefur sannað að hann sé traustsins verður. Ef þú ferð vel með það frelsi sem þú hefur núna eru foreldrar þínir kannski til í að gefa þér meira frelsi.“ – Tyler.

„Ekki komast í uppnám þó að foreldrar þínir veiti þér ekki eins mikið frelsi og þú vildir hafa. Þau eru líka að læra.“ – Aislyn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila