Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwfq grein 54
  • Hvernig líta Vottar Jehóva á hjónaskilnað?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Hvernig líta Vottar Jehóva á hjónaskilnað?
  • Spurningar og svör um Votta Jehóva
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hjálpa vottarnir hjónum sem eiga í erfiðleikum í hjónabandinu?
  • Þarf vottur að fá samþykki öldunga safnaðarins til að skilja við maka sinn?
  • Hvernig líta vottarnir á samvistarslit?
  • Ef hjónabandið er að fara út um þúfur
    Farsælt fjölskyldulíf — hver er leyndardómurinn?
  • Afstaða Biblíunnar til skilnaðar
    „Látið kærleika Guðs varðveita ykkur“
  • Virðum „það sem Guð hefur tengt saman“
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2018
  • Hvers vegna á að líta á hjónabandið sem heilagt?
    Vaknið! – 2004
Sjá meira
Spurningar og svör um Votta Jehóva
ijwfq grein 54
Brúðkaupsmynd rifin í tvennt

Hvernig líta Vottar Jehóva á hjónaskilnað?

Við höfum sömu afstöðu og Biblían til hjónabands og skilnaðar. Guð stofnaði hjónabandið sem varanlegt samband karls og konu. Samkvæmt Biblíunni er eina gilda ástæðan fyrir hjónaskilnaði kynferðislegt siðleysi. – Matteus 19:5, 6, 9.

Hjálpa vottarnir hjónum sem eiga í erfiðleikum í hjónabandinu?

Já, með ýmsum hætti:

  • Rit. Reglulega er gefið út efni sem getur styrkt hjónabandið, jafnvel þegar vandamálin virðast óleysanleg. Skoðaðu greinar eins og „Að vera skuldbundinn maka sínum” og „Að byggja upp traust á ný”.

  • Samkomur. Við ræðum hagnýt ráð um hjónabandið sem er að finna í Biblíunni. Slík umræða fer fram á safnaðarsamkomum og mótum.

  • Öldungar. Safnaðaröldungar veita hjónum aðstoð og benda þeim á biblíuvers eins og Efesusbréfið 5:22-25.

Þarf vottur að fá samþykki öldunga safnaðarins til að skilja við maka sinn?

Nei. Jafnvel þegar öldungar eru beðnir um að hjálpa þeim sem eiga í erfiðleikum í hjónabandinu, hafa þeir ekki heimild til að segja þeim hvað þau ættu að gera. (Galatabréfið 6:5) Ef einhver kýs að skilja án þess að hafa gilda, biblíulega ástæðu, er honum eða henni hins vegar ekki frjálst, samkvæmt Biblíunni, að giftast aftur. – 1. Tímóteusarbréf 3:1, 5, 12.

Hvernig líta vottarnir á samvistarslit?

Í Biblíunni eru hjón hvött til að slíta ekki samvistum þótt aðstæður séu ekki þær bestu. (1. Korintubréf 7:10-16) Leysa má mörg vandamál með einlægri bæn, með því að fara eftir leiðbeiningum Biblíunnar og sýna kærleika. – 1. Korintubréf 13:4-8; Galatabréfið 5:22.

Í ýtrustu neyð hafa sumir þjónar Guðs ákveðið að slíta samvistum við maka sinn. Dæmi:

  • Vísvitandi vanræksla á framfærsluskyldu. – 1. Tímóteusarbréf 5:8.

  • Alvarlegt ofbeldi. – Sálmur 11:5.

  • Trúarlegri velferð stofnað í hættu. Annað hjónanna reynir ef til vill að fá maka sinn til að brjóta lög Guðs. Makinn sem verður fyrir því gæti þá ákveðið að samvistarslit sé eina leiðin til að geta hlýtt Guði framar en mönnum. – Postulasagan 5:29.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila