Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwyp grein 63
  • Er daður skaðlaus skemmtun?

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Er daður skaðlaus skemmtun?
  • Ungt fólk spyr
  • Millifyrirsagnir
  • Svipað efni
  • Hvað er daður?
  • Hvers vegna daðra sumir?
  • Hver er hættan?
  • Hvað er að því að daðra?
    Vaknið! – 1991
  • 1 Hjálp til að komast hjá vandamálum
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (almenn útgáfa) – 2018
  • Vinir eða kærustupar? – 2. hluti: Hvaða skilaboð gef ég?
    Ungt fólk spyr
  • Vinátta eða rómantík? – 1. hluti: Hvað merkja þessi skilaboð sem ég fæ?
    Ungt fólk spyr
Sjá meira
Ungt fólk spyr
ijwyp grein 63
Stelpa á unglingsaldri daðrar við bekkjarbróður sinn

UNGT FÓLK SPYR

Er daður skaðlaus skemmtun?

  • Hvað er daður?

  • Hvers vegna daðra sumir?

  • Hver er hættan?

  • Hvað segja jafnaldrarnir?

Hvað er daður?

Sumum finnst daður vera það að gefa í skyn í orði eða verki að maður sé hrifinn af einhverjum af hinu kyninu. Er rangt að sýna öðrum slíkan áhuga? Ekki endilega. Ung kona sem heitir Ann segir: „Ekki ef maður hefur er í aðstöðu til þess og hefur áhuga á einhverjum, hvernig er annars hægt að vita hvort um gagnkvæmar tilfinningar sé að ræða?“

Í þessari grein er hins vegar fjallað um daður sem felst í því að gefa í skyn að maður sé hrifin af einhverjum þótt maður meini ekkert með því.

„Það er eitt að sýna einhverjum áhuga með rómantískt samband í huga, en allt annað að gefa í skyn að maður hafi áhuga á viðkomandi og hætta því síðan og segjast ekki hafa meint neitt með því.“ – Deanna.

Hvers vegna daðra sumir?

Sumir daðra til að byggja upp eigið sjálfsálitið. „Þegar maður finnur að maður getur fengið svona athygli, vill maður meiri athygli,“ segir ung kona sem heitir Hailey.

En að gefa í skyn að maður sé hrifin af einhverjum án þess að meina það, ber vott um kaldlyndi og virðingarleysi gagnvart tilfinningum annarra. Og sé það gert viljandi, bara til að byggja upp sjálfsálitið, gæti það gefið til kynna skort á dómgreind. Biblían segir: „Heimskingjanum er fíflskan gleði.“ – Orðskviðirnir 15:21.

Hailey segir að lokum og ekki að ástæðulausu: „Daður er oft saklaust í byrjun en endar illa.“

Hver er hættan?

  • Daður skaðar mannorð þitt.

    „Þeir sem daðra virka óöruggir og barnalegir. Þeir virka ekki heiðarlegir og sýnast bara vilja hafa gott af manni.“ – Jeremy.

    Biblían segir: „Kærleikurinn ... leitar ekki síns eigin.“ – 1. Korintubréf 13:4, 5.

    Til umhugsunar: Hvaða orð eða verk gætu valdið því að þú fengir orð á þig fyrir að daðra?

  • Daður særir þann sem þú daðrar við.

    „Ég vil ekki vera í kringum stráka sem daðra. Mér finnst eins og þeir tali bara við mig af því ég er stelpa. Þeir sem daðra hafa engan áhuga á mér, þeir gera það bara til að vera ánægðari með sjálfa sig.“ – Jaqueline.

    Biblían segir: „Enginn hyggi að eigin hag heldur hag annarra.“ – 1. Korintubréf 10:24.

    Til umhugsunar: Hefur einhver gefið í skyn að hann væri hrifinn af þér, en síðar komstu að því að viðkomandi meinti ekkert með því? Ef svo er, hvernig leið þér eftir á? Hvernig geturðu varast að særa aðra á slíkan hátt?

  • Daður getur skaðað möguleika þína á að finna sanna ást.

    „Þeir sem daðra eru ekki eftirsóknarverðir makar eða kærastar. Hvernig er hægt að kynnast eða treysta þeim sem eru með leikaraskap?“ – Olivia.

    Sálmaritarinn Davíð segir í Biblíunni: „Ég ... umgengst ekki fláráða.“ – Sálmur 26:4.

    Til umhugsunar: Hvers konar fólk er hrifið af þeim sem daðra? Vilt þú vera þannig?

Hvað segja jafnaldrarnir?

Scott

„Ef þú átt það til að daðra, kemurðu til með að særa aðra sem segja síðan öðrum frá því. Því lengur sem þú heldur áfram að daðra, því stærri verður bletturinn á mannorði þínu og því erfiðara verður að losna við hann. – Scott.

Jeslyn

„Daður getur eyðilagt mannorð þitt. Þeir sem daðra virka falskir og óáreiðanlegir. Ég myndi ekki velja mér slíkan vin.“ – Jeslyn.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila