Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • ijwwd grein 9
  • Snjallt skinn sæbjúgans

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Snjallt skinn sæbjúgans
  • Býr hönnun að baki?
  • Svipað efni
  • Tár í skinnbelg
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2009
  • Verum ánægð með litarhátt okkar
    Vaknið! – 2010
  • Höggþolið hýði pómelónunnar
    Býr hönnun að baki?
  • Ættir þú að hafa áhyggjur af geislun sólar?
    Vaknið! – 2009
Býr hönnun að baki?
ijwwd grein 9
Sæbjúga.

BÝR HÖNNUN AÐ BAKI?

Snjallt skinn sæbjúgans

Sæbjúgu eru skrápdýr sem lifa á hafsbotni og kóralrifum. Yfirborð þeirra getur verið hrjúft, holótt eða jafnvel göddótt. Þau eru einstaklega sveigjanleg, geta orðið mjúk eins og vax og hörð eins og spýta á fáeinum mínútum eða jafnvel sekúndum. Þessi eiginleiki gerir þeim kleift að smjúga inn í þröngar sprungur og stífna síðan aftur þannig að rándýr geti ekki náð þeim út. Leyndarmál sæbjúgans felst í undraverðri húð þess.

Hugleiddu: Skinn sæbjúgna getur verið hart, miðlungs hart og mjúkt. Þau tengja og aftengja trefjar í húðinni til að breyta um hörku. Þau gera það með því að virkja mismunandi prótein.

Prótein sem gerir húðina harða myndar litlar brýr eða keðjur sem tengja trefjar saman. Prótein sem mýkir húðina aftengir þessar trefjar. Skinn sæbjúgna getur orðið svo mjúkt að það virðist bráðna.

Vísindamenn reyna að finna upp efni sem hefur líka eiginleika og skinn sæbjúgna. Þeir sjá meðal annars möguleika á að búa til rafskaut til að nota við heilaskurðaðgerðir sem hafa nógu mikinn stífleika til að hægt sé að koma þeim fyrir á nákvæmlega réttum stað en geti síðan orðið mýkri. Slíkir eiginleikar rafskauta myndu minnka líkurnar á því að líkaminn hafni þeim.

Hvað heldur þú? Þróaðist snjallt skinn sæbjúgans? Eða býr hönnun að baki?

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila