Neðanmáls
a Hvað ætti HIV-smitaður einstaklingur að gera þegar hann vill verða vottur Jehóva og láta skírast? Sökum virðingar fyrir tilfinningum annarra gæti verið skynsamlegt af honum að óska eftir einkaskírn, enda þótt ekkert bendi til að alnæmi hafi smitast í sundlaugum. Enda þótt margir kristnir menn á fyrstu öld hafi skírst að viðstöddu fjölmenni létu aðrir skírast að fáum viðstöddum vegna breytilegra aðstæðna. (Postulasagan 2:38-41; 8:34-38; 9:17, 18) Annar möguleiki væri að hinn smitaði skírðist síðastur.