Neðanmáls
a Táknið G er notað þegar mældur er styrkleiki kraftanna sem verka á fólk í hvaða farartæki sem er. Aðdráttarafl jarðar veldur hröðun upp á 1 G. Þegar flugmaður réttir flugvél af úr dýfu finnur hann fyrir auknum krafti sem þrýstir honum niður í sætið. Ef þessi kraftur er tvöfaldur þyngdarkrafturinn fær hann táknið 2 G.