Neðanmáls
a Hægt er að sanna tilvist loftþrýstings með einfaldri tilraun. Ef maður fer með tóma plastflösku upp á fjallstind, lætur hana fyllast af lofti og skrúfar tappann á fellur hún saman þegar maður gengur niður fjallið. Ástæðan er sú að loftþrýstingurinn eykst eftir því sem neðar dregur og þunna loftið inni í flöskunni þéttist.