Neðanmáls
a Sérfræðingar benda á að börn, sem hafa verið misnotuð kynferðislega, gefi oft vísbendingar án orða um að eitthvað sé að. Ef barn byrjar til dæmis aftur á einhverju sem það var vaxið upp úr — ef það má ekki sjá af foreldrunum, fer að væta rúmið eða er hrætt við að vera eitt — þá gæti það verið merki þess að eitthvað alvarlegt hafi komið því úr jafnvægi. Slík einkenni eru auðvitað ekki örugg sönnun fyrir því að barnið hafi verið misnotað. Reyndu með stillingu að fá barnið til að tjá sig og segja þér hver sé orsökin fyrir vanlíðan þess, þannig að þú getir huggað það, hughreyst og verndað.