Neðanmáls
c Fræðimenn telja að mennirnir hafi unnið nasíreaheit. (4. Mós. 6:1–21) Slíkt heit hlýtur að hafa verið gefið í samræmi við Móselögin sem nú voru fallin úr gildi. Páll hefur þó kannski hugsað sem svo að það væri ekki rangt af þeim að efna heit sem þeir hefðu gefið Jehóva. Þess vegna væri ekki rangt af honum að fara með þeim og bera kostnaðinn fyrir þá. Við vitum ekki með vissu hvers konar heit var um að ræða en hvað sem því líður er ólíklegt að Páll hafi hjálpað mönnunum að færa dýrafórn (eins og nasírear gerðu) sem talið var að hreinsaði menn af synd. Slíkar fórnir höfðu ekkert friðþægingargildi eftir að Kristur hafði fært sína fullkomnu fórn. Hvað sem Páll gerði er víst að hann hefur ekki gert neitt sem stríddi gegn samvisku hans.