Neðanmáls
a Stundum gerðust trúarleiðtogar hermenn. Í orrustunni við Hastings (1066) réttlætti kaþólski biskupinn Odo virka þátttöku sína með því að beita kylfu í stað sverðs. Hann fullyrti að væri blóði ekki úthellt væri lögmætt fyrir guðsmann að drepa. Fimm öldum síðar stýrði Ximenes kardínáli persónulega innrás Spánverja í Norður-Afríku.