Neðanmáls
a Biblíufræðingurinn Gordon D. Fee segir um þau orð Páls að ‚kærleikurinn sé langlyndur‘: „Í guðfræði Páls tákna [langlyndi og kærleikur] hina tvíþættu afstöðu Guðs til mannkyns (sbr. Rómv. 2:4). Annars vegar birtist kærleikur hans og umburðarlyndi í því að hann heldur aftur af reiði sinni vegna uppreisnar mannsins; hins vegar birtist gæska hans þúsundfalt í miskunnarverkunum. Lýsing Páls á kærleikanum hefst því á þessari tvíþættu lýsingu á Guði sem hefur, fyrir milligöngu Krists, sýnt sig umburðarlyndan og góðviljaðan í garð þeirra sem verðskulda dóm hans.“