Neðanmáls
a Í Kaddish-bæninni er beðið um að nafn Guðs sé helgað líkt og í faðirvorinu sem Jesús kenndi. Þótt deilt sé um hvort Kaddish sé frá dögum Krists eða jafnvel eldri ætti það ekki að koma okkur á óvart að eitthvað sé líkt með þessum bænum. Bæn Jesú átti ekki að vera byltingarkennd eða koma einhverjum nýjum sannleik á framfæri. Hver liður í bæninni átti sér sterkar rætur í ritningunum sem allir gyðingar höfðu aðgang að. Jesús var að hvetja samlanda sína til að biðja um hluti sem þeir hefðu átt að biðja um frá fornu fari.