Neðanmáls
a Við elskum Jehóva innilega og við viljum þóknast honum. Hann er heilagur og væntir þess að tilbiðjendur sínir séu það líka. Er það mögulegt fyrir ófullkomna menn? Já, það er það. Við getum lært hvað það felur í sér að vera heilagur í allri hegðun með því að rannsaka það sem Pétur postuli sagði við kristna menn og fyrirmæli sem Jehóva gaf Ísraelsþjóðinni til forna.