Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • w19 desember bls. 15
  • Spurningar frá lesendum

Ekkert myndband er til fyrir þetta val.

Því miður tókst ekki að hlaða myndbandið.

  • Spurningar frá lesendum
  • Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
  • Svipað efni
  • Hvernig var lífið í paradís?
    Hlustaðu á Guð og lifðu að eilífu
  • Líf eftir dauðann — hverju trúir fólk?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 1999
  • Uppreisn í andaheiminum
    Andar hinna dánu — geta þeir hjálpað þér eða gert þér mein? Eru þeir til í raun og veru?
  • Hefur þú ódauðlega sál?
    Varðturninn kunngerir ríki Jehóva – 2007
Sjá meira
Varðturninn kunngerir ríki Jehóva (námsútgáfa) – 2019
w19 desember bls. 15

Spurningar frá lesendum

Satan sagði Evu að hún myndi ekki deyja ef hún borðaði af skilningstré góðs og ills. Var hann þá að kynna fyrir henni þá algengu hugmynd að sálin sé ódauðleg?

Satan notar höggorm til að freista Evu.

Svo virðist ekki vera. Djöfullinn sagði ekki Evu að hún myndi deyja að líkamanum til en að sál hennar færi annað ef hún borðaði ávöxtinn sem Guð hafði bannað henni að borða. Þegar hann talaði við Evu fyrir milligöngu höggormsins fullyrti hann að hún ,myndi ekki deyja‘ ef hún borðaði ávöxtinn af trénu. Hann gaf í skyn að hún myndi lifa áfram og eiga betra líf á jörðinni, óháð Guði. – 1. Mós. 2:17; 3:3–5.

Hvaðan kemur falskenningin um ódauðlega sál fyrst hún á ekki rætur sínar að rekja til Edengarðsins? Við getum ekki sagt það með vissu. Við vitum að öll falsguðadýrkun var afmáð á jörðinni í flóðinu á dögum Nóa. Nói og fjölskylda hans voru trúfastir tilbiðjendur Guðs og eina fólkið sem lifði flóðið af. Þess vegna voru engar rangar trúarhugmyndir til strax eftir flóðið.

Kenningin um ódauðlega sál hlýtur því að hafa orðið til eftir flóðið. Þegar Guð ruglaði tungumálunum í Babel og fólk tvístraðist „um alla jörðina“ hefur það án efa tekið með sér þá hugmynd að mennirnir hafi ódauðlega sál. (1. Mós. 11:8, 9) Hvaðan sem þessi falshugmynd á sér uppruna getum við verið viss um að Satan Djöfullinn, „faðir lyginnar“, stóð að baki henni og var ánægður að sjá hana dreifast um jörðina. – Jóh. 8:44.

    Íslensk rit (1985-2025)
    Útskrá
    Innskrá
    • íslenska
    • Deila
    • Stillingar
    • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
    • Notkunarskilmálar
    • Persónuverndarstefna
    • Persónuverndarstillingar
    • JW.ORG
    • Innskrá
    Deila