Varðturninn VEFBÓKASAFN
Varðturninn
VEFBÓKASAFN
íslenska
  • BIBLÍAN
  • RIT
  • SAMKOMUR
  • Af hverju leyfir Guð þjáningar?
    Varðturninn – 2014 | 1. mars
    • Sólveig: Já. „Höggormurinn var slóttugri en öll dýr merkurinnar sem Drottinn Guð hafði gert. Hann sagði við konuna: ,Er það satt að Guð hafi sagt: Þið megið ekki eta af neinu tré í aldingarðinum?‘ Konan svaraði höggorminum: ,Við megum eta af ávöxtum trjánna í aldingarðinum en um ávöxt trésins, sem stendur í miðjum aldingarðinum, sagði Guð: Af honum megið þið ekki eta og ekki snerta hann, ella munuð þið deyja.‘ Þá sagði höggormurinn við konuna: ,Sannið til, þið munuð ekki deyja. En Guð veit að um leið og þið etið af honum ljúkast augu ykkar upp og þið verðið eins og Guð og skynjið gott og illt.‘“

  • Af hverju leyfir Guð þjáningar?
    Varðturninn – 2014 | 1. mars
    • Margrét: Alveg rétt og það sem Satan sagði næst var alvarleg ásökun á hendur Guði. Taktu eftir því sem hann sagði: „Sannið til, þið munuð ekki deyja.“ Satan var með þessu að kalla Guð lygara.

      Sólveig: Ég hef aldrei heyrt þennan hluta sögunnar áður.

      Margrét: Með því að kalla Guð lygara vakti Satan upp deilumál sem tæki tíma að útkljá. Áttarðu þig á hvers vegna það myndi taka tíma?

      Sólveig: Nei, ég skil það ekki alveg.

      Margrét: Kannski get ég lýst þessu með dæmi. Segjum að ég kæmi til þín og segðist vera sterkari en þú. Hvernig gætirðu sýnt fram á að ég hefði á röngu að standa?

      Sólveig: Kannski með einhvers konar keppni.

      Margrét: Já, einmitt. Við myndum kannski finna okkur þungan hlut og sjá hvor okkar gæti lyft honum. Það er í rauninni frekar einfalt að sýna fram á hvor er sterkari.

      Sólveig: Já, ég skil hvað þú átt við.

      Margrét: En hvað ef ég segðist ekki vera sterkari en þú heldur heiðarlegri? Það er svolítið annað.

      Sólveig: Já, líklega.

      Margrét: Heiðarleika er ekki hægt að mæla á eins einfaldan hátt og styrk.

      Sólveig: Nei.

      Margrét: Eina leiðin til að útkljá málið væri að láta nógu langan tíma líða svo að aðrir gætu fylgst með okkur og séð hvor okkar væri heiðarlegri.

      Sólveig: Það er rökrétt.

      Margrét: Lítum aftur á frásöguna í 1. Mósebók. Hélt Satan því fram að hann væri sterkari en Guð?

      Sólveig: Nei.

      Margrét: Guð hefði strax getað afsannað það. Satan hélt því hins vegar fram að hann væri heiðarlegri en Guð. Hann sagði í rauninni við Evu: ,Guð er að ljúga að þér en ég er að segja þér satt.‘

      Sólveig: Þetta er athyglisvert.

      Margrét: En Guð vissi að besta leiðin til að svara ásökun Satans væri að láta tímann leiða í ljós hvor þeirra segði satt og hvor færi með lygi.

Íslensk rit (1985-2025)
Útskrá
Innskrá
  • íslenska
  • Deila
  • Stillingar
  • Copyright © 2025 Watch Tower Bible and Tract Society of Pennsylvania
  • Notkunarskilmálar
  • Persónuverndarstefna
  • Persónuverndarstillingar
  • JW.ORG
  • Innskrá
Deila